Morgunblaðið - 08.08.1964, Page 20

Morgunblaðið - 08.08.1964, Page 20
MORCUNBLAÐIÐ ’ Laugardaíur S Sgúst 1964 20 land snöggt upp. Yfir þvera stof una gat hún séð sína eigin mynd í speglinum á hinum veggnum. Hendurnar skulfu og hún var náföl. Svo tók hún að æða fram og aftur yfir gólfið, eins og villidýr í grindum. Hvað 18 — Þessi er ósköp einföld og tekur lílinn tíma, sagði Bassett — Því er ég fegin. Lögreglumaðurinn hallaði sér fram, rétti fram höndina með lófann upp. — Gæti það ýerið, að þessi hringur væri yðar eign, ungfrú Hoiland? Yvonne -Holland leit á fátæk- lega litla hringinn, rétt eins og einhver illur þefur hefði borizt að vitum hennar. — Eruð þér að gera gýs að mér? Það kann vel að vera, að demantar séu beztu vinir ungrar stúlku, en þá þurfa þeir að minnsta kosti að vera ekta. — Þér eigið hann þá ekki . . . og hafið aidrei borið hann? — Ég held nú síður. Hvaðan kemur hann s,vo sem? — Það segi ég ekki á þessu stigi málsins, svaraði Bassett einbeittlega. Yvonne Holland sveiflaði fót- unum fram af legubekknum. •— Nú, þér ætlið að klína einhverju á mig, eða hvað? Funduð þér þetta kannski einhversstaðar nærri_ líkinu? — Ég er nú ekki tiibúinn að segja neitt um það, svaraði Bass ett varfærnislega. — Ef þér hafið eitthvað að segja, þá segið það! Það er kom- ið fram yfir háttumál hjá mér. Og úr því að þér eruð hér á annað borð, þætti méf vænt um að heyra, hve lengi þið ætlið að halda í þetta vegabréf mitt. Þessi sjónvarpsmynd er farin í hundana, og ég er ekki viss um, að ég sé neitt sérlega hrifin af þessari borg ykkar. Bassett leit á armbandsúrið sitt. — Svo að þér eruð þá að hugsa um að fara frá- London, ungfrú Holland? — Jafnvel. Hún sagði þetta í vandlega kæruleysislegum tón. — Og þér eruð viss um, að þér hafið aldrei borið þennan hring eða neinn honum iíkan. Eg skal segja yður, hversvegna ég er svona forvitinn um það atriði. Eins og þér sáuð og sögðuð, er þetta ómerkilegur, lítill hringur, og hægt að fá annan eins í ann- arri hverri búð. . . — Já, og hvað um,það? Bassett hélt áfram: — Ég hef eytt meirihluta eftirmiðdagsins í áð horfa á myndina af viðtali ungfrú Holland við Paul Spain. Mér var bent á að gera þetta, af ungum marmi, sem er kunn- ingi ungfrú Susan Barlow, og heitir Joe Burton. — Eins og þér vitið, heldur ungfrú Barlow því fram, að það hafi verið hún en ekki þér, sem átti viðtalið víð Pául Spain, og það hafi verið notað, hve nauða líkar þið eruð. Þarna var ekki nema ein nærmynd —ég athug- aði það nákvæmlega — þar sem hægri hönd stúlkunnar kemur inn i myndina í nokkrar sekúnd ur. Ég vil ekki hgida því fram, að ég hefði tékið eftir þessu, hefði mér ekki verið bent á að gæta að því. — Þarna var hringur á baug- fingri hægri handar, ungfrú Hol land, hringur nákvæmlega eins og sá, sem ég var að sýna yður. Susan Barlow ber alltaf svona hring. Meira að segja sagði hún, að þér hefðuð sjálfar séð hann ~ð|; talað um hann. Og þar sem þér eruð viss um, að þér hafið aldrei átt eða borið slikan hring, þá verðið þér að játa, að það sé rokrétt hjá mér að álykta, að það sé satt, sem(ungfrú Barlow heldur fram, að það hafi verið hún, sem átti viðtalið við hr. Spain. Yvonne Holland lyfti hendinni upp að hálsi sér og augun urðu óeðlilega stór. — Ég held, að ungfrú Barlow hafi góða og gilda fjarverusönn- un lauk Bassett máli sínu og stakk hringnum í vasa sinn. — Svo að þér viijið halda því fram, að ég hafi myrt Laurence Banyon. Bassett hristi höfuðið. — Engan veginn , ungfrú Holland. Ég er aðeins að segja yður, að ungfrú Barlow er laus allra mála. Meðan allt var í óvissu um þessa fjarverusönnun, óðum við reyk. En nú fer okkur að miða eitthvað áleiðis. — Og hvað um vegabréfið mitt? — Það geta orðið einhverjar tafir í sambandi við það. Auð,- vitað getið þér leitað til ame- ríska sendiráðsins, ef þér eruð óánægð, og það sér auðvitað um, að allt gangi rétta leið. Góða nótt- Hann hneigði sig snöggt og gekk út. Um leið og hurðin laukst aftur á eftir Bassett, stóð Yvonne Hol hafði hún gert? Og hvað gat hún gert? Fyrir mörgum árum hafði móðir hennar sagt henni, að skapofsi hennar mundi verða henni til falls. En þá hafði hún hlegið að því. Síðan hafði hún hlegið oft og mörgum sinnum, þegar hún hafði skelft aðstoðarkonurnar j sínar eða bölv'að^elskendum sín- I um eða mölvað ”dýra postulíns- griþi, bara að gamni sínu. En i þarna hafði hún sleppt sér einu | sinni um of. Hún var í gildr- unni og hún vissi það vel sjálf — úr því að stelpukrakkanum hafði tekizt að snúa sig út úr i Því . . . . Hún kveikti sér í vindlingi og gekk inn í svefnherbergið sitt. | Þar fleygði hún sér á stóra rúmið | og hugsaði með sér, að líklega ætti hún ekki betra skilið fyrir að fara að binda trúss við skepnu eins og Larry Banyon. En það þýddi ekki neitt að hugsa um þetta. Hún opnaði skúffu í náttborð- inu sínu og tók þaðan skraut- öskju, sem hún geymdi svefn- töfiurnar sína í. — Jú — hún átti nóg af þeim. Þetta mundi duga henni. — Hvert erum við að fara? spurði Jill Harrison, þegar hún var sezt upp í bíl Jim Parkers og ballaði sér að honum. Það var liðin næstum vika síðan sjálfs- morð Yvonne Holland hafði ver- ið á forsíðum blaðanna .Mestan hluta þessarar viku höfðu þau tvö verið önnum kafin að ganga frá rústunum af hinni fyrirhug- uðu sjónvarpsmynd ,um Tower. — Hvert langar þig að fara? spurði Jim, lágum rómi. Hvort það nú hefur verið vegna hins nýja sambands Jims við JHl, eða þá af hinu, að hann var hræddur um að missa at- vinnuna sína, þá var það að minnsta kosti vist, að hann var orðinn breyttur maður og alls ólíkur hinum hranalega, sjálfs- örugga manni, eins og hann var fyrir fáum vikum. Jill teygði sig til hans, svo að hann gæti kysst hana. — Við skulum fara út í sveit, Jim. Við skulum aka í alla nótt og reyna að losna algjörlega við London úr huganum. — En ef atvinnan mín fer nú fjandans til, eins og iíklegast er, að hún geri? — Hún gerir það ekki, sagði Jill örugg. — Og ég veit það eins vel og þú, að þó að okkur langi núna mest til að sleppa burt frá henni, þá langar okkur bráðum eins mikið til að kom- ast í hana aftur. En mig langar mest til að fara til vesturstrand- arinnar. Það gæti verið gaman að gera Sue og Joe steinhissa með því að koma þeim á óvart. Við gætum meira að segja talið þau á að gifta sig strax og vrea ekkert að tvínóna með það! Það var farið að skyggja. Jim glotti til hennar. — Það gæti verði ráð. En þú skilur auðvitað, að ef við förum að telja þau á þetta, þá getum við eiginlega ekki verið þekkt fyrir annað en gifta okkur sjálf og það í hvellL Jill hló. Auðvitað er mér það ljóst. Langar þig kannski til að sleppa? Hann svaraði þessu með þvi 1 að setja bílinn í gang, með miklu braki og brestum. (Sögulok). BYLTINGIN RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD rænan með okkur þangað“. Þessi röksemdarfærsla er ná- kvæmlega sú sama, sem hafði fært Lenin sigurinn á fyrri flokksþingum, en aðeins er tónrt inn orðinn breyttur: hann er óþolinmóður, næstum rellóttur, það er tónn kviðins manns. En vissulega var Petrograd hreint ekki neinn öruggur staður fyrir bolsjevíkana. Áframhaldandi ókyrrð á strætum útí, var eins og spegilmynd af allri þeirri upp lausn, sem ríkti í öllu landinu og breiddist út. Við hvert upp- þot, síðustu átta mánuðina, höfðu allar fangelsisdyr opnazt á gátt, og það voru ekki pólítiskir fang- ar einir, sem fengu frelsi sitt, heldur einnig glæpamennirnir. Síðustu vikuna í nóvember var stöðug ókyrrð, og hún varð að meiriháttar uppþoti, þegar múg- urinn brauzt inn 1 vírtbúðirnar. Drukknir hermenn börðust við drukkna rauðliða, og byltingar- hermálanefndin í Smolny varð að senda út vélbyssusveitir til að skjóta á uppþotsmennina, áður en kyrrð yrði komið á. En það var ekki drykkjuskapurinn einn, sem var undirrót þessarar ókyrrðar. Mikil gremja var kom- in upp milli setuliðs og rauðlið- anna. Nokkur fylki, sem höfðu sjálf veitt bolsjevíkum lið í fyrst- unni, höfðu uppgötvað, að þau voru ekkert hrifnir af nýju hús- bændunum en þeim gömlu, og einkum var þeim illa við hið vaxandi vald vopnaðra verka- manna, pólítisku herdeildanna. í Smolny voru bolsjevíkarnir fljótir að taka eftir þessari hu.g- arfarsbreytingu, og enn tóku þeir að gera það, sem þeir höfðu áður sagzt ekki mundu gera: þeir vísuðu nokkrum óánægðum herdeildum út úr höfuðborginni og settu í þeirra stað erlenda hermenn, sem voru pólitiskt trú- verðugri. Ókyrrðardagana, sem framundan voru, þá voru bol- sjevíkarnir í Petrograd verndað- ir af lettneskum, eistneskum og finnskum hersveitum. Og nú var megurinn málsins settur undir prófraun sína. Hinn 25. nóvember hófust kosningarn- ar til löggjafarþingsins. í fjöru- tiu ár, að minnsta kosti, hafði rússneska þjóðin beðið þessa dags og hugmyndin um frjáls- lega kosið á þing hafði legið til grundvallar hverri stjórnmála- stefnu í hverjum flokki, frá hæg fara hægri til yzta vinstri. Bol- sjevíkarnir höfðu stutt þetta. „Lengi lifi löggjafarþingið!“ hafði Trotsky æpt, þegar rann gekk út af forþinginu í október,' og einmitt undir þessu vígorði höfðu bolsjevikarnir risið gegn Kerensky. Kosningaúrslitin komu eins óg reiðarslag. Af 47.7 milljónum greiddra atkvæða fengu bolsje- víkarnir ekki nema 9.8 milljónir — 24% eða í mesta Iagi 29%, ef vinstri sósíalbyltingai-menn eru talair með þeim. Jafnvel í Petrograd og Moskvu, jafnvel í her og flota, fékk Lenin ekki einu sinni helming atkvæða. Sigurvegarar urðu sósíalbylting- armennirnir með næstum 21 milljón eða 58% greiddra at- kvæða. Hvað mensjevíkana snerti, voru þeir næstum horfn- ir af sjónarsviðinu, og borgara- flokkarnir náðu ekki í nema 1.80% atkvæða samanlagðir. Þetta var eftirtektarverð opin- berun. Jafnskjótt sem úrslitin urðu kunn, tóku and-bolsjevisku flokkarnir að draga sig saman, til þess að tryggja það, að þegar þingið kæmi saman, yrðu þeir viðurkenndir hinn eini rétti stjórnarmeirihluö í RússlandL En bolsjevúkar voru jafnfljótir að átta sig á því, að þeir hefðu nú réyndar enga trú á frjáls- kjörnu þingi. Nú var vígorðið: „Niður með löggjafarþingið“. Lenin hafði af forvizku sinni fljótt séð, hvernig kosningarnar mundu fara, og reyndi að draga þær á langinn en féiagar hans höfðu þar borið hann atkvæð- um. En nú hafði hann hinsvegar aðstöðu til að segja: „Hvað sagði ég ykkur?“, og gekk nú að því með oddi og egg að spilla þinginu og neytti þar alls ofsa síns og einbeittni. Nú hataði hann löggjafarþingíð meir en hann hafði nokkurntíma hatað keisarana, og til þess að splundra því var hann reiðubúinn til hvers sem væri. Langur og vandlegur undirbúningur hans undir marx- istaþingin, forðum daga, voru hjóm eitt samanborið við þær ráðstafanir, sem hann nú framdi til að veikja og hallmæla þing- mönnunum, jafnvel áður en þeir komu til Petrograd. Útlegðar- dómur Cadetanna og skipunin um að handtaka mensjevíkafor- ingjana og aðra foringja, voru ekki nema hreinustu bláþræðir í öllum þeim vef. Lenin gerði sér ljóst, að það fyrsta, sem gera þurfti, var að hindra, að þingið kæmi yfirleitt saman, og því var samkonnu þess frestað frá því snemma í desem- ber til einhvers óákveðins dags í janúar. En hinsvegar gat hann ekki hindrað, að þingmennirnir streymdu til Petrograd úr hverj- um krók og kima landsins, og 11. desember ákvað hann að halda óformlegan fund. Sorokin, einn þingmannanna, segir svo frá: „Hinn löglegi samkomudag- ur þingsins rann upp, bjartur og fagur. Blár himinn, hvítur snjór, hentugur bakgrunnur fyrir heljarstórar auglýsingar, sem voru festar upp hvarvetna. „Lengi lifi löggjafarþingið, stjórnandi Rússlands". Hópar fólks, berandi þessi spjöld, buðu velkominn æðstráðanda Rúss» lands — hina sönnu rödd rúss- nesku þjóðarinnar. Þegar þing- mennirnir nálguðust Taurishöll- ina, fagnaði múgurinn þeim með hvellum ópum. En þegar þeir komu að hallardyrunum, sáu þeir, að þær voru varðar af lett- neskum bolsjevíkadátum, gráum fyrir járnum. „Eitthvað varð til bragðs a3 taka, og það tafarlaust. Ég klifr-’ aði upp á járngirðinguna um Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. Á öllum helzfu áningasfööum------- FERÐAFÓLKI skal á það bent, að Morgunblaðið er til sölu á öllum helztu áninga- stöðum á hinum venjulegu ferðamannaslóðum, hvort heldur er sunnan lands, á vesturleiðum, norðan lands eða austan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.