Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 5
Tréskurðarmynd af Jóhönnu frá Örk, gerð 1562. klæðast?" svarar hún. „Ef allt kæmi ykk- 11 r við, myndi ég segja ykkur allt.“ Enn rtlerkilegri eru svör hennar við svona spurn- laguni, þegar sízt er við þeim að búast, þeg- ar dómararnir reyna að veiða hana með guð- fræðilegum hártogunum. Hinir hálærðu dóm- arar leggja hvað eftir annað fyrir hana snör- ar> sem áreiðanlega enginn þeirra hefði kom- lzf kjá að lenda í, ef þeir hefðu verið í henn- ar sporum. k*ag nokkurn, við eina af fyrstu yfirheyrsl- lluum, féllu orð á þessa leið: Dómarinn: „Veiztu, hvort þú ert í náð- arstöðunni ‘ Jeanne: „Ef ég er það ekki, mætti þá Guð °uia mér í hana, og ef ég er það, mætti hann 1 a varðveita mig í henni. Ég væri óhamingju- sóuiust allra, ef ég vissi, að ég væri ekki í Uuðarstöðunni. En haldið þið, að raddirnar ®rust mér, ef ég væri í synd ? Ég var víst \rettán ára, þegar ég heyrði þær í fyrsta sinn.“ T\' . “oniarmn: „Gekkstu út í haga með hm- Uui börnunum, þegar þú varst lítil?“ ■^*að sést, hve aumlega tilraunin mistekst . Veiða hana með þessari spurningu um náð- u^u. seni er spurð svo kænlega, að unnt er fkema hana, hvort sem hún svarar já eða Uei. að ef hiin segir já, er það villutrú- arJramblæti, þar sem það er spurning, sem 1M IL I S B L A Ð IÐ kirkjan ein er talin geta skorið úr, og ef hún svarar nei, er það viðurkenning á synd henn- ar. Tilgangurinn var svo auðsær, að jafnvel einn dómaranna andmælti því, að svona spurning væri lögð fyrir hana, en það bak- aði honum aðeins ógnandi ávítur frá bisk- upnum, sem stjórnaði yfirheyrslunum. Og þó að svarið afvopnaði dómarana svo mjög, að þeir sneru sér þegar að öðrum atriðum, '>'ar það þó seinna notað sem ákæruatriði gegn henni, að hún hefði sagt, að hún væri jafnviss um frelsun sína og hún væri þegar í Paradís. Annað atriði, sem notað er með mikilli hörku, til þess að fá hana til að hlaupa á sig, er afstaða hennar til kirkjunnar. Yið yfir- heyrslurnar 17. marz (1431) féllu orðin þannig: Dómarinn: „Beygir þú þig undir dóm kirkjunnar ?‘ ‘ Jeanne: „Ég beygi mig fyrir Guði, hinni helgu mey og öllum dýrlingum. Samkvæmt minni skoðun er það eitt og hið sama, Guð og kirkjan. Hvers vegna eruð þið að valda erfiðleikum í þessu atriði?“ Svo er útskýrt fyrir henni með miklum málalengingum, að til sé það, sem kallað er sigurkirkjan, og það er Guð og englar hans og allir hólpnir, en að líka sé til stríðskirkj- an, en það sé páfinn, kardínálarnir og allir klerkar, auk hins trúaða safnaðar; að þess- ari kirkju sé stjórnað af heilögum anda og henni geti ekki skjátlazt, og að maður verði að beygja sig fyrir henni. Því svarar Jeanne: „Ég er send af Guði og dýrlingum og sig- urkirkjunni, og ég beygi mig fyrir henni í einu og öllu, eins og ég hef gert og mun gera. Ég get ekki svarað því nú, hvort ég beygi mig fyrir hinni kirkjunni.“ 31. marz er árásin á þessu hættulega sviði endurtekin. Jeanne er aftur spurð, hvort hún vilji beygja sig undir dóm stríðskirkjunnar. Þá svarar hún: „Ég vil beygja mig undir dóm stríðskirkjunnar, ef hún skipar mér ekki eitthvað, sem er ókleift. Og ég kalla ókleift að lýsa yfir því, að það, sem ég hef gjört og sagt, og allt, sem ég hef hagt frá vitrun- um mínum og opinberunum, sé ekki gjört og sagt samkvæmt skipun Guðs. Enginn lifandi maður skal liindra mig í að gjöra það, sem Guð hefur skipað mér. Og ef kirkjan vill fá mig til þess að gera eitthvað, sem stríðir 225

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.