Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Side 6

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Side 6
gegn því, sem Guð liefur skipað mér, vil ég fyrir enga muni gera það.“ Dómarinn: „Bf stríðskirkjan segir þér, að opinberanir þínar séu villa eða sendar af djöflinum, viltu þá beygja þig fyrir kirkj- unnif‘ Jeanne: „Ég vil beygja mig fyrir Guði, en ég vil ávallt framkvæma boð hans. Ég get ekki afturkallað það, sem ég hef staðhæft, — að ég hef farið eftir skipun Guðs.“ Dómarinn: „Alítur þú þig þá ekki undir- gefna kirkju Guðs á jörðinni, það er að segja páfanum, kardínálunum, erkibiskupun- um og öðrum þjónum kirkjunnar?“ Jeanne: „Jú, ég held, að ég eigi að vera undirgefin þeim. En fyrst Guði.“ Dómarinn: „Hafa raddir þínar þá skipað þér að beygja þig ekki fyrir stríðskirkjunni á jörðinni og skjóta þér undan dómi henn- ar?“ Jeanne: „Ég mæli ekkert, sem ég segi, eftir mínu höfði. Það, sem ég svara, er það, sem raddir mínar skipa mér. Þær skipa mér ekki að óhlýðnast kirkjunni. En Guði verður að þjóna fyrst.“ Aftur hefur verið þaggað niður í dómar- anum, og hann heldur áfram með spurning- ar, sem engu máli skipta, um aðra hluti. Gagnvart hótun um pyndingar heldur hún fast við það, sem hvin hefur sagt. Ég mundi ekki segja annað, jafnvel þótt þið limuðuð mig alla í sundur, og ef ég segði eitthvað annað, mundi ég segja á eftir, að þið hefðuð neytt mig til þess með valdi.“ Jafnvel með bálköstinn fyrir framan sig, í návist Eng- lendinga og alls fólksins, hefur híin ekki annað svar við langri og áhrifamikilli pré- dikun en þetta: „Ég held enn fast við það, sem ég hef þegar sagt. Þó að ég sæi bálið kveikt, já, jafnvel þótt ég stæði í miðjum eldinum, mundi ég ekki segja annað, heldur halda fast við allt það, sem ég hef sagt.“ Þegar hún hafði látið gabba sig til þess að skrifa undir nokkrar línur, sem hún skildi ekki, hvað stóð í, og það var lagt fram sem játning frá hennar hálfu, krafðist hún þess þegar í stað að fá að koma fram fyrir dóm- arana og sagði: „Ég hef heyrt raddir mínar aftur. Guð hefur álasað mér fyrir svik mín. Sannleikurinn er, að Guð hefur sent mig — það var heilög Katharina og heilög Margu- erite, sem tala til mín — þær koma frá Guði —- ég hef aldrei ætlað mér að afneita þeim, ég' skildi ekki, hvað stóð í skjalinu, sem ég skrifaði undir.“ Þar með voru örlög henn- ar innsigluð. Hún var yfirlýst tvisvar sinn- um fráfallin og send á bálið. Raddir hennar, sem höfðu fylgt henni frá fyrstu byrjun, brugðust henni ekki heldur, þegar hún gekk út í dauðann. Einn af síð- ustu dögunum í febrúar spvr hún þær, hvort hún muni losna úr fangelsinu, og þær svara: „Eftir þrjá mánuði.“ Þær áminna hana stöð- ugt um að gera sér ekki áhyggjur, heldur svara af djörfung. Aðeins einu sinni svara þær ekki greinilega. Það er þegar hún spyr þær 12. maí hreinskilnislega, hvort hún verði brennd á báli. Þá svara þær: „Haltu fast við Guð, hann mun hjálpa þér.“ Það er eins og þær vilji hlífa henni við því að fá að vita sannleikann allt of snemma. Nóttina fyrir dauða hennar (30. maí) tala þær til hennar í síðasta sinn: „Vertu hughraust. Gerðu þér engar áhyggjur. Guð mun lijállpa þér. í dag skaltu vera í Paradís hans.“ Allt rættist, sem hún sagði: Áður en sjö ár voru liðin frá dauða hennar (1436) misstu Englendingar París, og þeir A'oru skömmu síðar hraktir brott úr Frakklandi. Sé saga hennar lesin með athygli, fer ekki hjá því, að maður sér, að „eitthvað meira var með í leiknum“, eins og Bertrand de Poulengy segir í leikriti Bernhards Shaw- Jeanne var óhagganleg í staðhæfingum sín- um, að henni hafi verið blásið í brjóst allt. sem hún gerði, og að hún gerði ekkert af eigin hvötum. Þegar beðið var um sannanir fyrir guðdómlegri köllun hennar, er htin kom fyrst fram, svaraði hún með óviðjafnanlegri vizku og skvnsemi: „Til hvers viljið þið sannanir? Sannanirnar fyrir köllun minni eru þær, að ég framkvæmi hana.“ Og við verðum að segja eins og hún. Sjálft verkið, sem hún vann, er sönnunin fyrir því, að guðdómleg öfl stóðu á bak við hana. 226 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.