Heimilisblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 9
Han í’eif pappírinn óþolinmóðlega utan af
°o sýndi liina nýju Jósefínu í bómullarkjóln-
Uni- Margrét leit kuldalega á föður Annabel.
•.Það hefur enginn misgáningur átt sér
's^að,“ sagði hún ákveðnum rómi. „Brúðan,
sein hún kom með, var of skemmd til þess,
að unnt væri að gera við hana, svo að ég
lét hana fá þessa í staðinn.“
),Fyrir fimm krónur ? Þetta er fyrsta flokks
úrúða, sem er að minnsta kosti tíu sinnum
1Tleira virði. Ég kannaðist strax við hana
ég hef sams konar brúður í verzlun
núnni.“
Já, auðvitað! Hún hafði alls ekki sett
únnabel Staeey í samband við leikfanga-
Verzlun Staceys í Stórugötu.
„Nú, svo að þér eigið leikfangaverzlun!“
úraut af vörum hennar. „Það var smánarlegt,
að þér skylduð ekki ómaka yður við að finna
.lolagjöf lianda dóttur yðar þar, í stað þess
að fá henni peningaseðil og segja henni, að
^ún gæti sjálf keypt sér eitthvað, eins og það
þ*mi yður ekki hætis hót við.“
Fyrst varð hann fremur undrandi en reið-
llr. Þessi granna, smágerða kona náði hon-
Uru tæplega í öxl. Augu hennar og hár voru
eins og brúnt flauel, og hann hefði aldrei get-
að ímyndað sér, að blíðlegt andlit hennar
S«ti orðið svona reiðilegt á svipinn.
„Jólagjöf dóttur minnar kemur mér ein-
11111 við,“ sagði hann hvössum rómi.
^ „Það kemur mér líka við, þegar hún snýr
ser til búðar minnar. Hún var með brúðu,
sem var of skemmd til þess að unnt væri að
úera við hana — en hún var það eina, sem
^ún átti.“
„Ég hefði bara getað tekið eina með heim
1,r verzlun minni, ef ég hefði vitað það,“
svaraði hann yfirlætislega.
„Þér hefðuð átt að vita það — þér eruð
faðir hennar. Brúðan er jólagjöf frá mér.
“S befði alls ekki viljað taka borgun fyrir
Uana, en börn geta stundum verið ákaflega
stolt.“
Hann horfði á hendur hennar. Engir
nringir voru á fingrum hennar.
„Þér eruð verzlunarkona,“ sagði hann
burrlega. „Ef þér farið þannig að við alla
v,ðskiptavini, verðið þér bráðlega gjald-
Prota.“
„Viðskipptavinir mínir eru ekki allir eins
°Ú Annabel." Blíðlegri hreimur var kominn
11E IM IL I S B L A Ð IÐ
í rödd hennar. „Hún var svo einmanaleg á
svipinn, herra Stacey, og barn á hennar aldri
á ekki að líta þannig út. Hún sagði mér, að
frú Simmonds ætti að útvega jólatré og
skreyta það og því um líkt. Hvers konar jól
fær þetta barn? Það er skylda föður henn-
ar að skreyta jólatréð. Þér getið ekki verið
svo önnum kafin ,að þér getið ekki að
minnsta kosti gert það.“
„Jólin hafa ekkert gildi í mínum augum?“
svaraði hann stuttur í spuna. „Konan mín
dó fyrir sex árum —- tveim dögum fyrir jól.
Mér fannst svo hart og tilgangslaust, að ég
skyldi missa hana svona, því að við vorum
mjög hamingjusöm . . . Jólatréð stóð skreytt,
og hún hafði keypt síðustu jólagjafirnar,
þegar hún veiktist.“ Hann starði fram fvrir
sig með gljáandi augum og hörkulegum drátt-
um í kringum munninn. Margrét fann, að
hún gat ekki, með þetta í huga, leyft sér að
gagnrýna hann, en svo kom Annabel upp
í huga hennar og hún sagði:
„En þér refsið Annabel fyrir yðar eigin
ógæfu, og það er ekki réttlátt! Þér hafið lát-
ið sorgina fylla yður beiskju.“
„Hvernig ættuð þér að geta skilið ...“
sagði hann óþolinmóður. „Ég elskaði Dorte
— konuna mína — meir en allt annað í heim-
inum, og það er ógerlegt að komast hjá að
fyllast beiskju, eftir að hafa lifað svona
mikla hamingju og vera svo skyndilega svipt-
ur henni.“
„En konan yðar gaf yður þó Annabel,“
sagði Margrét, „og hún hefði áreiðanlega
óskað, að Annabel yrði hamingjusöm — og
óskið þér þess ekki einnig? Yeit hún, að þér
hafið farið með briíðuna hingað aftur?“
Nú varð hann í raun og veru skömmustu-
legur á svipinn.
„Já. Hún varð mjög leið, þegar ég sagði
henni, að þetta hlyti að vera misgáningur.“
„Þá getið þér borið henni kveðju mína
og sagt, að það hafi ekki verið neinn mis-
gáningur," sagði Margrét ákveðnum rómi.
„Þessi brúða hérna er Jósefína.“
Hann sá, hvernig hún ýtti þrjózkulega
fram hökunni, og spurði forvitnislega:
„Hverig getur staðið á því, að þér hafið lent
hérna í bænum og opnað brúðuverzlun ?“
Hún brosti til hans.
„Fyrir fimm árum var ég dansmær. Ég
átti Ijómandi framtíð fyrir mér, og ég var
229