Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Síða 16

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Síða 16
Fylltu hann á barma, það er ein míla niður í botn!” Yeitingamaðurinn fyllti bikarinn á barma. Drykkjusvolinn starði niður í hið rauða djúp vínsins, eins og það væri stöðuvatn, sem hann ætlaði að stökkva út í, en skyndi- lega ýtti hann bikarnum niður á gólfið með snöggri hreyfingu. „Yínið ! Vínið !“ hrópaði þriðji maðurinn upp. „Þú hefur fleygt því niður á gólf!“ „Gott vín,“ sagði drykkjusvolinn hlæj- andi. „Látum það bara renna út á gólfið. Eg er ekki lengur þræll þess. Eg hef drukk- ið nóg, og nú — nú stendur nýr heimur mér opinn.“ Hann fleygði tveim siklum á borðið og geklt út úr kránni. Þriðji maðurinn, sem var skelfdur vfir því, að góða vínið skyldi fara svona til spill- is, stóð mállaus. Veitingamaðurinn fór aft- ur að sópa og sagði við hann: „Það skiptir engu með vínið. Hann hefur borgað fyrir það. Það hefur þú ekki gert, en samt gremst þér það. Já, ég veit það -—■ en hvað ætlar þú þá að gera við þá, þegar þú ert dáinn?“ „Við hverja „Við peningana þína! Þú hefur ekki gert annað alla ævina en að raka og nurla sam- an peningum, en einn góðan veðurdag fleyg- ir einhver annar þeim eitthvað út í busk- ann. Þú færð enga gleði af ágirnd þinni.“ „Ágirnd?“ Munnur hans stóð upp á gátt. „Já, þú og ágirndin eru ein og sama per- sónan. Á ég í raun og veru að segja þér það, sem þir veizt þegar ?“ „Ég vinn, spara og heyi baráttu fyrir þau, og samt kallar þú það ágirnd?“ „Hjá þér er það ágirnd. Spurðu hvaða barn sem vera skal hér í götunni. Þú ert maurapúki, og börnin þín bíða bara eftir því, að þú deyir.“ „Og þá verður öllum peningunum mínum sóað ?“ „Já — fleygt í allar áttir eins og víninu á gólfið!“ „Ég trúi þér,“ svaraði maurapúkinn eftir stutta þögn. „Og ég yfirgef þig nú. Þú sérð mig seinna, en fyrirlíttu mig ekki á meðan.“ Blindi Sál heyrði, er maurapúkinn gekk á brott úr kránni, og hann flýtti sér áfram til þess að ná ókunna manninum. Þegar blindi Sál hafði gengið nokkur skref lengra eftir götunni, lieyrði hann reiðileg köll og hávær hróp. Maður nokkur, frávita af reiði, var að skamma konu sína. Konan for- mælti manninum og lét það koma niður a barni sínu, sem hún kleip og barði. Maður- inn hrópaði og skammaðist, konan svaraði í sömu mynt, og barnið orgaði. En skyndilega varð allt hljótt, eins og hendi væri veifað. Svo fór maðurinn að hlæja og sagði blíð- lega og rólega: „Miðdegisverðurinn er seint tilbúinn, súpan er orðin köld, og ég get ekki haft taumhald á reiði minni, og hver er ár- angurinn ?‘ ‘ „Alveg satt, alveg satt,“ svaraði kona lians með grátstafinn í kverkunum. „Þú verður svo æstur, og ég formæli þér, af því að þú vilt ekki láta þér segjast. Potturinn brotn- aði, og ég hellti helmingnum af súpunni nið- ur, áður en mér tókst að hella lienni yfir í heilan pott. Það er þess vegna, sem miðdeg- isverðurinn er ekki tilbúinn á réttum tíma. Oréttlæti reiði þinnar kemur grinnndinni til þess að reka upp hausinn.“ Hún faðmaði að sér barnið, sem hún hafði áður verið að klípa og berja, og hún grét fögrum tárum og kyssti í kærleika sínum andlit barnsius hundrað ástúðlega kossa. „Við erum miklir heimskingjar," sagði maður hennar. „Fvrirgefðu mér!“ Blindi Sál gekk áfram og var allt í einu staddur á miðju torginu. Nokkrir voru að kaupa, aðrir seldu, menn voru að þjarka um verðið. Raddir bárust að eyrum hans úr öllum áttum. Ut úr þessari ringulreið heyrði hann allt í einu rödd, sem kom frá sölubúð skammt frá: „Bíddu,“ sagði rödd kaupmannsins. „Ég skrökvaði að þér. Ég gaf upp of hátt verð. Hér er rétta verðið. Það er satt, sem ég segi- Taktu vöruna eða láttu hana liggja. Ég hef oft logið, en í dag kom mér allt í einu í liug, að ]iað hefur ekki neinn góðan tilgang. Á ég að láta umbúðir utan um þetta?“ „Já, láttu umbiiðir utan um það — ég vissi, að þú varst að skrökva!“ Og frá öðrum stað hevrði blindi Sál, að gömul kona kallaði einn af viðskiptavinum sínum aftur með orðunum: „Bíddu svolítið! Það er ekki sú tala eggja í körfunni, sem 236 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.