Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Side 18

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Side 18
freistingunni. Hann sagið meistara sínuni sannleikann, og með því vann hann sigur á freistingunni. I krá einni var þrem löstum varpað til jarðar. Það var leti, drykkjuskap- ur og ágirnd. En bíðið við — ég hafði nær því gleymt því allra fyrsta, sem gerðist. Það var ung stúlka, sem var algerlega á valdi hégómagirndarinnar. Hún lét greiðuna sína allt í einu falla til jarðar, og öfund nágranna- stúlkunnar hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þetta voru fyrstu lestirnir tveir, og að við- bættum þeim fjórum, sem ég hef þegar nefnt, verða það sex samtals." „Ilvernig geta það orðið sex?“ spurði einn hermannanna. „Ég skal endurtaka þá í þeirri röð, sem ég heyrði þá í kvöld. Hégómabirnd, öfund, freisting, leti, drykkjuskapur og ágirnd.“ „Já, það verða sex,“ skaut einn hermann- anna inn í. „Þá ætla ég að halda áfram. Maður nokk- ur var reiður, og konan hans varð vond við barnið sitt. Hún kleip það og barði. Þegar við komum inn á torgið, heyrði ég lygara viðurkenna lygar sínar, og kona nokkur, sem hafði haft af einum viðskipptavina sinna og látið hann fá of fá egg, bætti aftur fyrir synd sína. Þetta eru enn fjórir lestir: reiði, hrottaskapur, lygi og svik. Þegar þessum fjórum er bætt við sex, verða það tíu.“ „Þá vantar enn tvo.“ „Þið viljið ef til vill ekki trúa tveim þeim síðustu, en ég heyrði sjálfur hljóminn af gullpeningnum, þegar honum var fleygt á afgreiðsluborðið. Þjófurinn afhenti hann aft- ur réttum eiganda, og að síðustu lieyrði ég mann gefa þrælum sínum frelsi, og hann batt með því endi á harðstjórn, sem liafði haldið þrælunum í járnklóm. Harðstjórnin er einn af verstu löstum, sem til eru. Samtals verða þetta tólf.“ „Ég trúi ekki orði af því, sem þú segir,“ kallaði einn hermannanna. „Ég hef ekki heldur beðið þig um að trúa,“ sagði blindi Sál og beygði sig til jarðar. Leit- andi hendur hans fundu leirskálina, sem hann hafði lagt frá sér, þegar hann stóð á fætur til þess að fara á eftir ókunna manninum. „Hérna,“ hrópaði hann og kastaði hinum fáu koparpeningum, sem voru í skálinni, út í loftið. ,,Ég er ríkari en nokkur ykkar! Og þó að ég sé blindur, sé ég meira en þið allir!“ Hann tók hina fáu muni sína saman og staul- aðist í áttina til vesala kofans, sem hann kall- aði heimili sitt. Ókunni maðurinn nam staðar fyrir utan hlið Jerúsalems undir gamla sedrustrénu- Hann leit aftur, og í daufum kvöldbjarm- anum grillti hann í varðmennina, sem gengu fram og aftur uppi á borgarmúrnum. Hann sneri sér að stofni gamla sedrus- trésins. Sólin var horfin og með henni fing- urinn, sem hafði litað vöðva og limi hinna eilífu glímumanna rauða. Tólf sinnum hafði maðurinn og ófreskjan liáð baráttu. Þau höfðu barizt tólf sinnum til sigurs og beðið tólf sinnum ósigur, en nú virtust þau vera sameinuð í friði. Klukkurnar í múrturnunum voru hættar að hringja, en málmkólar þeirra sveifluð- ust enn fram og aftur og snertu brúnir klukknanna, sem titruðu lítið eitt og sendu frá sér að síðustu bergmálshljóma, sem urðu hluti af eyðilegri, dimmri nóttinni. Ókunni maðurinn gekk einn út í eyðimörk- ina. Þessi Iadíánahöfðingii frá Bandaríkjunum var á fe rð í París, og hans lieitasta ðsk var að fá að revkja eina friðarpipu með De Gaulle. Kisa þurfti að sjá vel yfir ná- grennið. —» 238 HEIMILISBLAÐI0

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.