Heimilisblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 24
Mágkona hans
Eftir ALEX STTJART
Laidlaw ofursti og frú lians voru mjög
þakklát Nin fyrir að hafa talið Cathrine á
að liverfa aftur heim til Guise, og þau vildu
eindregið, að þau drykkju saman te, áður
en lagt yrði af stað. Endirinn var sá, að
undirbúin var stórfengleg máltíð, sem hvorki
Ninian né Cathrine liöfðu rænu á að snerta
svo nokltru nam.
Loks var svo allt afstaðið, og Ninian A'ar
setztur undir stýri í litla mílnum sem Cath-
rine hafði farið í heiman frá Guise. Cath-
rine sat þögul og kyrr við hlið lians.
Honum var illa við þessa kyrrð og þögn,
og hann reyndi að halda uppi samræðum;
á sama hátt reyndi hún allt til að taka undir
orð hans. Þau ræddu um skipið hans, sem
hafði farizt, um hlutverk þess, um Guise,
um ömmu gömlu, og um vini og nágranna
sem hann hafði ekkert samband haft við
um svo langt skeið. Það var sem þegjandi
samkomulag, að þau minntust ekki á pessónu-
lega hluti, og Ninian fann fyrir því. Það voru
hundruð spurninga, sem hann langaði til
að spyrja, og þær hringsnerust í höfði hans.
En hann spurði einskis af því tagi, því að
honum var Ijóst, að ef hann gerði það væri
leikurinn á enda — þetta áætlaða sjónar-
spil, sem í rauninni var snara fest um háls
þeirra beggja.
Sól var gengin að viði þegar þau komu
auga á Lorne-vatn. Tvær endur flugu upp
af lireiðrum sínum hátt í loft, þegar þau
óku framhjá róðrinu, þar sem hann og Jill
höfðu fengið sér snarlið fyrr um daginn.
Þær virtust kolsvartar þar sem þær bar við
sólarlagið. Lygn vatnsflöturinn virtist settur
ótal hringjum, og Ninian minntist allra
kvöldanna þegar hann og Cathrine höfðu
leiðzt saman við þetta vatn og farið til fiskj-
ar. Þau höfðu borið veiðistengurnar sínar
um öxl, áhyggjulaus og ljómandi af gagn-
kvæmri ást, og svo örugg — svo barnalega
örugg — um framtíðina. En nú áttu þau
enga sameiginlega framtíð meir. Aðeins for-
tíð; fortíð, sem bezt væri fyrir þau bæði
að geta gleymt.
Nú var Cathrine orðin mjög óróleg, og
Ninian gerði enga tilraun til að ónáða hana
í þögulli hugsun hennar. Hann gat sér þess
til, að hugur hennar væri jafn órólegur og
lians eigin. Og þar sem sólin hneig gullin
að viði, neyddi hann sig til að hugsa um
Jill. Hann rifjaði upp, hvernig bjart andlit
hennar hafði ljómað þegar hún kom fyrst
auga á þetta lygna og fagra fjallavatn.
Jill var yndisleg stúlka, en ... Hann and-
varpaði; hann fann fyrir samvizkubiti. Um
morguninn liafði samkomulag þeirra ekki
virzt svo lieimskulegt þegar á var litið —
það hafði beinlínis virzt vera skynsamleg
lausn á málunum, að minnsta kosti til bráða-
birgða. En eftir það var hann búinn að
hitta Cathrine aftur, og það liafði öllu breytt-
Cathrine var líkt og lionum í blóð borin. Ef
hann hafði efazt um það fyrr, þá þurfti haun
ekki að efast lengur. Allt í einu fannst hon-
um það nánast óhugsandi, að hann gæti gifU
Jill.
Yegna þess, að það myndi verða samvizku
hans og þolinmæði ofraun að leyna nokkru
fyrir Cathrine. En ekki þýddi neitt annað
en halda leiknum og leyndinni áfram, nema
því aðeins að liann gæti fengið bróður sinn
til þess að hverfa eitthvað á brott með Cath-
rine — þennan sex vikna tíma sem levfi hans
varaði og hann þurfti að dveljast að Guise-
7. KAPLI
Klukkuna á mælaborðinu vantaði finun
mínútur í sex, þegar Jill tók síðustu beygj'
una og kom auga á turnspíru St. Andrew-
kirkjunnar, sem umkringd var grænum hús-
þökunum í Lorne.
Henni fannst sjálfri hún hafa ekið all-
hratt, en þó ekki um of. Þetta hafði verið
skemmtileg ferð um fagurt og áður óþekkt
244
H E IM ILI S B L A Ð I í>