Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 28

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 28
þér sælar, ungfrii Arden. Það gleður mig mjög mikið að kynnast yður. Eg hef heyrt svo mikið talað um yður.“ Jill varð næstum orðlaus yfir þessari ófyr- irlitnu kveðju. Honum var ofur vel ljóst, að hún þekkti hann aftur. Bros hans sagði henni það og sömuleiðis handtakið. Og hann var livorki vandræðalegur né hlédrægur — hon- um var beinlínis skemmt. Jill var mjög heitt í hamsi, og hún varð eldrauð í kinnum. „Og hver hefur sagt yður af mér, herra Moray?“ spurði hún. „Eða er þetta kannski nærgöngul spurning?“ „Iíamingjan góða, enganveginn!“ svaraði Andrew og hló við. Hann hélt enn í höndina á henni og virtist liafa gleymt því gersam- lega. „Hvers vegna ætti það að vera svo nærgöngul spurning? Jocelyn hefur að sjálf- sögðu ekki gert annað en að hrósa yður síð- an ég kom. En sömuleiðis bróðir minn hefur sagt mér af yður — hann heitir Ninian. Mér heyrðist, að þið hefðuð annars hitzt í ein- hverju gestaboði — og að þér hafið haft mikil áhrif á hann. f — London. Eða — er það ekki rétt?“ Hann leit á hana sakleysislegur á svip og opineygur. Jill varð enn reiðari. Hún þreif höndina lausa, rétt eins og hún hefði brennt sig. „Nei,“ svaraði hún kuldalega. „Þér hafið rangt fyrir yður. Eg hitti bróður yðar fyrst í lestinni á leiðinni hingað, — og það var í gærkvöldi.“ „Svo?“ sagði Andrew og þóttist verða undrandi. „Hef ég þá tekið skakkt eftir?“ „Má vera.“ „Þið talið nú bara í gátum!“ greip þá Joeeclyn inn í. „Ég skil ekki upp né niður, og enginn segir mér neitt. Eða kannski mér sé sagt frá, en ég heyri bara svona illa.“ Hún leit spyrjandi á Jill og Andrew til skiptis. „Hafið þið annars sézt áður, eða eitthvað svoleiðis ?‘ ‘ Jill ætlaði að fara að segja, að það hefðu þau gert, — þegar Andrew hristi höfuðið. „Eða eitthvað svoleiðis?“ spurði hann ertn- islega. „Það er ekki fjarri lagi, Joss. En ef þú vilt vita það, þá hefur Nin bróðir slegið mig út í þessu tilfelli. Prænka þín hefur engan áhuga á kvæntum mönnum, sem eru úti að skemmta sér, bvst ég við, — og ég vona, að hún fari ekki að segja Cathrine að ég hafi skemmt mér einum of mikið, þv| að Cathrine myndi ekki kæra sig um það. „Og það kæri ég mig ekki um helduÞ prakkarinn þinn,“ sagði Joceclyn alvarleg- „Það gleður mig að hej7ra, að Nin sló þig eins og þú kallar það, því það er mál komið að einhver geri það. Nin er sexfaH virði á við þig, og það veiztu sjálfur.“ / „Auðvitað/1 viðurkenndi Andrew hinn ro- legasti. „Ég hef alltaf vitað það, svo þú þarft ekki að hamra því inn í mig, kæra Joss. Hann leit á Jill. „Úr því við vorum að minö- ast á konuna mína, ungfrú Arden, þá vænt' ég ekki að þér hafið séð hana, eða hvað ■ Amma mín sagði mér nefnilega, að hún v®rl hér, en Joss hefur ekki séð hana. Og Þa® er dálítið skrýtið, þegar maður fer að hugsa um það. Ég á við, að enginn fer að seg,1a Joss neitt — eftir því sem lnin sjálf segir en maður skyldi ætla að Cathrine hefði nefut það, ef hún ætlaði sér að vera að heimau allan daginn, finnst yður ekki? Joss hélt einhverra hluta vegna, að hún væri eiu- hvers staðar ásamt yður. En auðsjáanlega er hún það ekki, úr því þér komið svona alein ...“ Hann leit á hana eftirvæntingar' fullur, og að baki honum gaf Joeelyn merki um eitthvað, eins og óð væri. Jill hikaði, °" Andrew hélt áfram með öllu hvassari rödd: „Ég er máski nokkuð aðgangsfrekur. En Niu sést heldur hvergi, skiljið þér. — En haft)l ætti þó að vera sofandi í rúmi sínu á Guise eftir ferðalagið — og það þóttist amma vera viss um að hann væri. En þegar ég fór inu til hans og ætlaði að fá hjá honum sígarett- ur, þá var hann ekki þar. Og enginn liafði lagt sig í rúmið — frekar en í fullkomnustu sakamálasögu. Svo að ...“ Hann þagði við að yfirlögðu ráði: „Ég er dálítið forvitinn- Ég vildi gjarnan vita, hvort hann hefur ver- ið í slagtogi við yður — eða við Cathie.“ Það var stutt en spennandi þögn, og Joce- lyn reyndi enn einu sinni að fanga augnaráð Jills. Jill stundi þungan. Hiin brosti til Jocceljui- „Jæja,“ sagði hún hægt. „Nin var að heim- an ásamt mér. Við fórum í ökuferð. Og við ...“ Hún brosti við Andrew, og þögn henu- ar var ekki síður yfirlögð en þögn hanS hafði verið. „Við ákváðum að trúlofa okkur, ef þér viljið fá að vita það!“ 248 H E IM IL I S B L A Ð IP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.