Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 32

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 32
... að það er víti að vera giftur þeim, sem ekki elskar mann. Eg veit, að það er ekkert hægt að gera fyrir Cathie og mig — hún getur ekki gifzt bróður mínum, enda þótt ég myndi vilja samþykkja það, því að lög- in myndu ekki leyfa slíkt. Eg veit líka að ef Nin kvænist, þá hjálpar það Cathie til að viðurkenna, að hún hefur misst hann fyrir fullt og allt. En ég vil ekki, að þú verðir fyrir því. Og þetta meina ég af innsta hjart- ans grunni. Ef þessi trúlofun er ekki annað en uppátæki, eins og ég held, þá er hún ágæt út af fyrir sig. Haldið bara áfram að vera trúlofuð, og það gerist ekkert illt. En ef þetta er alvara ...“ Hann þagnaði og sleppti liendi hennar. „Er það alvara?“ spurði hann. Jill svaraði ekki. Þess í stað spurði hún varfærin: „Andrew, hvers vegna kvæntistu Catli- rine ?‘ ‘ „Hvers vegna?“ Andrew hló gleðivana hlátri. „Drottinn minn, ég hélt það lægi nú í augum uppi fyrir stúlku með þína greind! Að sjálfsögðu vegna þess að ég elskaði hana!“ Hann leit undan áður en hann hélt áfram: „Við Nin höfum sams konar smekk, og okkur fellur vel við næstum alveg sama fólkið. Við erum líka hrifnir af sömu kon- unni, en það er hlutur, sem getur orðið al- varlegur. Einkum þegar svo er komið, að liann elskar Cathie og hún er gift mér. Ég myndi draga mig í hlé frá þessu öllu, ef ég væri í þínum sporum, Jill. Það er öruggt mál. Látið þetta standa í eina eða tvær vik- ur — slíttu svo trúlofuninni og farðu aftur til Parísar. Þú verður öruggari þar, því að þetta hér er eins og í grískum harmleik — og ef þú hefur eitthvert vit í kollinum, þá hefurðu ekkert gott af því að vera áhorf- andi að honum, því síður þátttakandi". Hann opnaði bílhurðina. „Vertu sæl -—• og mundu, að ég hef varað þig við.“ „Ég skal muna það,“ svaraði Jill. „Vertu sæll, Andrew.“ Iíún horfði á eftir honum aka brott, sneri sér síðan við og gekk hægt inn í húsið. Nú varð hún að standa augliti til auglitis við Jocelyn, og það yrði ekki auðvelt að fara á bak við hana með nokkurn hlut. Hún var heldur ekki viss um, að sig langaði yfir- leitt til að fara á bak við hana. — Henni leið illa eftir það sem Andrew hafði sagt, og hún hugleiddi allt það sem hún liafði nú komizt að raun um varðandi hann — °= vildi gjarnan fá góð ráð hjá Jocelyn. Huö hafði alls ekki gert ráð fyrir því að neina samúð með Andrew eða geðjast hann á nokk- urn hátt ,en nú átti hvort tveggja sér stað að vissu leyti. Og af fullkominni ástæðu, fannst hennij því að lífið hafði ekki reynH honum eins auðvelt og ætla hafði mátt aö órannsökuðu máli. Enda þótt hann væri eyði- lagður af eftirlæti og nautnasjúkur maður, þá var hann ekki þrjóturinn í leiknum... Þu’ö var komið illa fram við hann, rétt eins og hann kom illa fram við aðra. — AndreU- hafði verið særður, en hann kaus að láta svo sem sér stæði á sama um það ... Joeelyn var í símanum, þegar Jill kom inn- Hún lagði tólið á og leit á Jill: „Þetta var gamla frú Guise. Hún sagði, að Nin hefð' komið heim meg Cathie, og hún bað mig segja þér, að það gleddi sig að heyra um ykkur Nin. Að sjálfsögðu langar hana til að sjá þig við fyrsta tækifæri, enda bauð hún okkur í mat á morgun.“ „Ó,“ sagði Jill og fannst jörðin gliðna undan fótum sínum. „Sa-sagðirðu henni að við myndum koma?“ „Já, elskan mín, auðvitað gerði ég það- Jocelyn starði á hana. „Ég hélt þú vild'1' það. Þú hlýtur líka að hitta hana fyrr eða síðar. Og hún er ekki eins hættuleg og fólk segir. Ég er viss um, að hvúi verður raj'og elskuleg í þinn garð, og þú munt komast vel af með hana. Hún er nefnilega mjög ánægð með trúlofunina, get ég sagt þér.“ „Er hún það ?“ sagði Jill veiklulega. Sv° greip hún í handlegg Jocelyn: „En Joss • • • Joss, hver sagði henni af trúlofuninni ? Gerð- ir þú það?“ „Ég? Nei, hamingjan góða. Ég fékk ekkj tíma til þess. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið Cathrine. En hvað í ósköpunum afflar að, Jill? Þú varst þó eltki á móti því, að hún vissi þetta? Og úr því þií sagðir Andrew það sjálf, þá hélt ég það væri ekkert leyndar- mál.“ Hún fitjaði upp á nefið. „Jill, ég finn brunalykt. Það er steikin, ég hlvt að hafa gleymt að skrúfa fyrir, þegar síminn hringdi.. Komdu, ég verð að fá að heyra alla söeruna um Nin og þig!“ Rödd hennar hljóðnaði um leið og hún lét aftur eldhns- dyrnar á eftir sér. 252 HEIMILISELAÐl®

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.