Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Side 34

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Side 34
gestaboði í Chelsea ásamt Andrew — lijá þessari hefðarkonu, sem Jocelyn þekkir — listakonunni Pauline Delage. Þessi Arden- stúlka var þar líka.“ Hún beit á vör sér um leið og hún bætti við : „Samt sem áður cjetur hann ekki verið ástfanginn af henni, það er óhugsandi.“ „Og því ekki það?“ spurði frú Guise afundin. „Þii heldur þó ekki, að Nin hafi ein- livern áhuga á þér, giftri konunni? Nei, heyrðu mig nú, Cathrine, hættu þessum grill- um, og það sem fyrst. Þú varst trúlofuð Nin, en þú giftist Andrew, og það er nóg fyrir Nin. Þú hegðar þér eins og krakki — að strjúka á brott eins og þú gerðir og skilja eftir harðorða orðsendingu til eiginmanns þíns. Það var lán Andrews, að Elspeth fann hana og lét mig fá hana í hendur. Vesalings pilturinn, það hefði knosað lijarta hans ger- samlega!“ „Hvar er orðsendingin ?“ spurði Cathrine óttaslegin. „Eg ... ég ætla að brenna henni.“ „Það hef ég þegar gert,“ fullvissaði gamla frú Guise. „Það var of áhættusamt að láta hana liggja á glámbekk. Þegar Andrew kem- ur, verðurðu að finua upp á einhverri af- sökun fyrir fjarveru þinni. Écj sagði hon- um að þú hefðir farið til Farquliar, svo að ])ú verður að finna eitthvað annað upp. Nefndu það ekki, að þú hafir hitt Nin.“ „E get sagt, að ég hafi farið upp í heiða- löndin,“ sagði Cathrine kæruleysislega. „Eg held að ein lygin geti verið eins góð og önnur. Mér er sama hvað þú segir, svo lengi sem þú særir ekki Andrew eða eyðilegg- ur fyrir honum, því að slíkt á hann ekki skilið af þér, það veiztu vel. Hann er hollur þér, en mér finnst þú fara illa með hann.“ „Það geri ég þó ekki,“ svaraði Cathrine. Henni rann í skap: „Og ef ég geri það, þá er það honum sjálfum að kenna. Þú getur aldr- ei séð hlutina frá mínu sjónarhorni, húsfrú góð — það er Andrew hér og Andrew þar — liann er fullkominn í þínum augum. En Nin kemur til með að bregða þegar hann sér búreikningana og sér, hversu Andrew hefur sólundað miklu. Ef hann hefði ekki keypt Bentleyinn .. .“ Gamla frúin greip fram í af myndugleika: „Andrew gat farið með búið sem sína eigin eiím á meðan við héldum öll. að Nin væri dáinn. Það myndi Nin sjálfur viurkenna fyrstur manna. Hann er ekki maður ágjarib og liann myndi viðurkenna, að kringumstæð- urnar voru nokkuð sérstæðar. Sem eiginkoua Andrews ættir þú að leiða allt þetta hja þér, sízt af öllu segja nokkurn lilut sem g®tj valdið vandræðum milli bræðranna. Ef Þu getur ekki verið heiðarleg og hlutlaus, Cath- rine, þá ættirðu að minnsta kosti að liugsa um að halda þér saman.“ „Ég skal ekki segja orð,“ svaraði Cath- rine þykkjuþung. „Þú þarft ekkert að ótt- ast það, frú mín. En ég hef raunverulega áhyggjur vegna trúlofunar Nins, því að . • • Hún stundi þungan og leit dreymnum aug- um út um gluggan, framhjá augnaráði frU Guise: „Nin hefur nefnilega ekki breytzti þrátt fyrir allt. Hann er nákvæmlega sá sam1 og fyrr, og tilfinningar hans í minn gai'ð eru þær sömu. Ég veit það. Hann reyndi láta sem það væri ekki þannig, en ég það! Og ef þú neyðir hann til að kvænast aðeins vegna þess að þú lieldur, að það sam- eini okkur Andrew — þá hefurðu rangt fyr' ir þér. Fyrir alla muni trúðu mér, því að nú segi ég sannleikann.“ „Stúlka mín góð, hvílíkar grillur þii hef' ur fengið í kollinn!“ sagði frú Guise í mild' um umvöndunartón. „Eins og ég vildi —' eða gæti — neytt Nin til að kvænast, 'ef hann kærði sig ekki um það! Það er f jarstæða. Og enn meiri fjarstæða er að ímynda sér það. að Nin sé enn ástfanginn af þér! Það er hann alls ekki. Auk þess sem hann hefur sagt mér- að hann sé það ekki, þá myndi liann ekk1 hafa biðlað til Jill Arden, ef hann væri að hugsa um þig. Ef hann bæri einhverjar ást- artilfinningar til þín —- sem ég held hann geri ekki — hefði liann frestað bónorðinn þangað til hann var búinn að hitta þig, eða hvað helddurðu sjálf? Nei, Catlirine, þú ert alveg ótrúlega einföld og óheiðarleg. Þú hef' ur verið gift Andrew í rúmt ár, og þú hef- ur s\ukið hann á allan hátt — ekki livað sízt með því að neita honum um að eignast barn, því að aðra ástæðu get ég ekki ímynd- að mér fyrir því að þið eruð enn barnlaus. Á þínum aldri átti ég tvo hrausta stráka, og þeir og maðurinn minn voru mín lífs' fylling, og liusrur minn var svo bundinn við þá, að ég hafði engan tíma til barnalegra gruflana eins og þú gerir til að breiða yf*r vangetu þína og mistök.“ Framh. 254 H E IM IL I S B L A Ð Ip

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.