Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Page 36

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Page 36
Orangekökur. 1/10 liluti af deiginu ca. 50 gr. súkkat 50 gr. flórsykur appelsinusafi Formið kökurnar sem hnetukúlur og þrýstið súkkati á hverja köku og bakið í ca. 10 mín. í 225°. Kælið kökurnar og hrærið á meðan krem úr síuðum flórsykri og appelsínusafa. Látið ofurlítið krem á hverja köku, þegar þær eru kaldar. JólaköJcur Tínu. 1/10 hluti deig 2 tsk. kakó Takið ea % af deiginu frá og hnoðið með kakói. Fletjið ljósa og dökka deigið út og húið til stórar ljósar kökur og minni dökkar. Látið ofurlítið vatn á ljósu kökurnar og þrýstið dökku kökunum ofan á. Leggið kök- urnar á smurðar plötur ca 8 mín. í 225°. Kælið kökurnar. Kryddkransar. 1/10 lduti af deiginu y2 tsk kanel 14 tsk. engifer 14 tsk. negull 1—2 msk. súkkat Hnoðið kryddið vel inn í deigið ásamt súkk- atinu og látið á kaldan stað. Fletjið út og búið til kransa með formi. Smyrjið með of- urlitlu vatni eða eggjahvítu og bakið í ca 7 mín. í 225°. Kanelstjörnur. 1/10 liluti af deigi y2 msk. kanel Hnoðið í deigið kanel og látið á kaldan stað. Látið stjörnurnar á smurðar plötur í 225°. Hnetukúlur. 1/10 liluti af deigi 1 eggjarauða 1 msk. vatn 25 gr. fínt hakkaðir hnetukjarnar Rúllið deigið út og skiptið í eins stykki. Riill- ið út kúlur og veltið upp vir eggjarauðu sem er þeytt út í vatni og síðan upp úr hnetu- kjörnum. Leggið kúlurnar á velsmurðar plöt- ur og bakið í 10 mín. við 225°. Kælið kök- urnar. Ég geri ráð fyrir að flestir íslendingar haldi fast við þann sið að horða liangikjöt einhverntíma á jólunum og er það bæði góð- ur og sjálfsagður siður. En á aðfangadags- kvöld er víst steik af einhverju tagi. Hér er leiðbeining fyrir þær, sem hafa náð sér í gæs. 1 ung gæs 4—-5 kg Fylling: 150 gr. skinka 4—5 þunnar sneiðar bacon 1 gæsalifur salt, pipar, 1 laukur 2 lárberjablöð % 1. soð eða vatn. Fyllinguna má biia til daginn áður. Skoo- ið gæsalifrina vel og fjarlægið vandlega græna bletti sem á henni geta verið, annars verður farsið beiskt og sætt. Iíakkið lifrina' Skerið skinkuna og baconið í litla ferkant- aða bita og saxið laukinn. Brúnið bacon- teningana í potti og brúnið síðan skinkuna- lifrina og laukinn í baconfeitinni. Bætið e• t. v. meiri feiti í ef þetta verður of þurrt- Kryddið og látið smámurra dálitla stund- Látið þetta kólna. Látið blönduna inn í g®s' ina og saumið hana saman í báðum endum með ólituðu bómullargarni. Nuddið gæsina með salti og pipar. Bindið liáls, vængi og l*rl fast að skrokknum. Setjið gæsina á ristina vfir skiíffuna og snúið brjóstinu niður. Set.1' ið hana í vel heitan ofn, 225—250°, og hafið rifu á hurðinni. Hellið fitunni frá, sem drýp' ur niður í skúffuna og hellið síðan soðim1 í skúffuna. Það á að ná vfir botn pönnunn- ar. Lækkið hitann í 160°. Ausið soðinu ann- að slagið yfir gæsina og snúið henni svo að brjóstið snúi upp eftir ca klst. steiking11- Steikið gæsina í 2—2% klst., bætið ef til viW meira vatni út í. Hellið soðinu síðan í skál- Að lokum er hitinn aukinn aftur í 250°, 1 20—25 mín. Ofnhurðin er höfð aðeins op111- Þegar soðið er orðið kalt og feitin stork- in þá er hún tekin ofan af. Hitið síðan soð- ið upp og jafnið með hveiti og kryddið nieð salti og pippar. & Hér fylgja myndir af nokkrum kertastjök- um, sem hægt er að búa til sjálfur. Ef kliPP^' ur er út allavega litur glanspappír og límd' ur á trékubba eru komin skrautlegustu kerta- stjakar. GLEÐILEG JÓL! 256 H E IM IL I S B L A Ð Ip

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.