Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 5
menn, en þoasi leil nSeins á okkur yfirlætis-
lega og lallaSi síSan á brott.
I vísindastöSinrd í Canyon Village voru
fótþrykk, kort og útvarpstæki út um öll borð.
Á veggjunum héngu fjölmörg kort, eitt fyrir
hvert bjarndýr. Inn á kortin var letrað hvar
hvert og eitt dýr hélt sig liverju sinni. Á þann
'hátt var hægt að fylgjast með því livaða
svæði dýrin „lögðu undir sig“, livert og eitt.
Sum þeirra ferðuðust um stór svæði, allt að
150 ferkílómetra. Önnur komust af með 40.
Árið 1965 voru bræðumir vel á veg komn-
ir með að leysa gátuna um undirbúning
bjarndýranna fyrir vetrardvalann. Þeim var
ljóst orðið, að öll dýrin lögðust í dvala sam-
dægurs, en þó ekki sama dag ár hvert. Árið
1961 var það 21. október, árið 1963 þann 5.
nóvember, og 1965 ekki fyrr en 11. nóvem-
ber. Alla þessa daga hafði verið kalt, snjó-
fjúk og loftvogin staðið lágt.
Dvalarln'ðin voru hlý og valin af mikilli
útsjónarsemi. Sum þeirra lágu í bröttum
brekkum sem voru lífshættulegar yfirferðar
fyrir menn, eftir að snjóa festi. Önnur voru
í bröttum klettaskorningum. En öll sneru
þau í norður — til þess að dýrin hrykkju
ekki upp við ótímabæra hláku. Birnirnir
grófu sjálfir þessi greni við rætur stórra
trjáa.
Híðin voru jafnan fóðruð með grenigrein-
um, sem er bezta fáanlega einangrunarefnið
á þessum slóðum; greinar þessar slitu birn-
irnir af trjánum með framhrömmunum og
báru þær í fanginu heim í híðið. Svo var að
sjá sem vanfærar birnur útbyggju sér stærri
og mýkri holur en heilar birnur og karldýr
gerðu. Afkvæmin, sem getin eru í júní og
fæðast í heiminn í deseniber, eru alin af
hrjótandi móður, sem varla vaknar andar-
takstsund á meðan á fæðingunni stendur.
Háttatími.
Bjömunum er Ijóst, að dagurinn nálgast,
og gera því holur sínar með nokkurra vikna
fvrirvara, en bíða síðan eftir því snjófjúki
sem öllu máli skiptir.
Meðan stóð á rannsóknum síðasta liaustið,
urðu breytileg veðráttuskilyrði til þess að
hjálpa til með að ráða gátuna: Hvað er það
sem fær alla birnina til að leggjast í dvala
á einum og sama deginum? Þangað til hafði
veturinn í Yellowstone lagzt að smám sam-
an, snjóar og þíðviðri skipst á, ásamt smá-
lækkandi hitastigi, uns frostið náði undirtök-
unurn til frambúðar. En þ. 15. september
stóð Frank við að höggva brenni, þegar hita-
stigið féll allt í einu um 15 stig á Celsíus.
Þetta var harla óvenjulegt fyrirbæri svo
snemnia hausts, og það sem var enn óvenju-
legra var það, að kuldakast þetta hélzl sam-
fleytt í átta daga. Engu að síður héldu birn-
irnir áfram dvöl sinni á sömu slóðum og þeir
höfðu hafst við sumarlangt.
Þann 15. október var veður aftur með sér-
kennilegum hætti. Allt frá því órla morguns
skein sólin, fuglar sungu, og öll vötn og ár
voru íslaus. En upp úr hádegi tók að þykkna
í lofti, og Frank setti útvarpstækin í gang.
Hann og Bob Ruff aðstoðarmaður hans
heyrðu þá sér til undrunar, að nr. 202 hafði
yfirgefið sumardvalarstað sinn á Sulphur-
fjalli og var lagður af stað fram með Elk
Antler-ánni.
John stillti á aðra birni. Þeir voru allir
komnir á hreyfingu. Nr. 181 var að vaða vf-
ir Yellowstone-fljót; geldbirnan nr. 65 var á
leið upp að einu stóru giljanna. Klukkan
fjögur þennan dag var farið að snjóa í Yell-
owstone.
En þó svo að bjamdýrin væru komin í átt
til híða sinna, hafði ekkert þeirra lagzt í dval-
ann. Nokkur þeirra voru að grafa, en það
gerðu þau annars aldrei daginn sem þau
lögðust fyrir. Bræðurnir sátu uppi alla nótt-
ina og hlustuðu, en skildu harla lítið í því
sem fram fór. Þrem dögum seinna brauzt sól-
in aftur fram og bræddi þann snjó, sem fall-
ið hafði í kuldakastinu.
Frá þeim degi og þar til birnirnir lögðust
loks í dvalann, fengu Frank og John Craig-
liead ekki langan tíma til svefns ó hverri
nóttu. Þeir vom flestum stundum úti á rann-
sóknarsvæðinu. Frank komst á spor birnu,
sem sat uppi á ótilkvæmri klettasyllu og
barðist við svefninn. Slíkt hafði hann aldrei
áður séð. Værð vetrardvalans hafði þegar
lagzt yfir hana, en eigi að síður vildi hún
ekki fást til að leggjast fyrir. John komst að
raun um, að sonur hennar, dýr nr. 202, átti
HEIMILISBLAÐIÐ
129