Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 40

Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 40
því allt af. Æskulýður bæjarins skemmti sér við dans eða á veitingastofum á vetrum og úti í skógi á sumrum, en Ragna sat lieima hjá móður sinni við sauma eða las fyrir hana sögur, eða liún fór upp á „Svörtuloft“ og tendraði bálið, því liún liugsaði með sér, að ef vinurinn hennar lijartkæri væri á lífi, þa kæmi hann ef til vill einhverntíma sigl- andi, og þá skyldi hann ekki stranda á liáskaskerinu, lieldur komast heill á hófi í land til hennar. Eitt kvöld, er dimmt var yfir og óskemmti- legt veður, þá bjó Ragna sig til að fara upp á „Svörtuloft“, en í sömu svifum var drepið á dyr; þær voru þá komnar dætur hrepp- stjórans, tvær saman, imgar og Rögnu mjög kærar, og vildu nú fá hana heim til sín. „Þú verður endilega að koma með okkur, Ragna“, sögðu þær. „Það verður svo glatt á hjalla lijá okkur. Óli Halldórsson, þú þekkir liann, liann liefir verið í Ameríku, kemur til okkar og kveðst hafa talað við Gunnar bróður þinn þar. Gunnar bróðir þinn er þá enn á lífi. Ertu ekki hissa? Þú getur heldur en ekki spurt Óla spjörunum úr“. „Eg hefði gaman af að fara með ykkur“, sagði Ragna, „en ég get það ekki, því að ép verð að fara upp á Svörtuloft og tendra blysið“. „Og þú getur nú látið það lijá líða eitt einasta kvöld“, sögðu ungu stúlkurnar; „nú erurn við búnar að fara svona langt þín vegna“. „Kæra Hjördís og Signý, þið inegið ekki þykkjast við mig, — ég verð að fara upp á Svörtuloft. Veðrið er slæmt í kvöld. Guð getur ef til vill látið mig bjarga lífi margra manna“. „Og það er ekki á hverju kvöldi, að skip koma undir Svörtuloft“. „Hættið að biðja mig að koma með ykk- ur“, sagði Ragna í bænarrómi, „því að ég verS að hafna boðinu“. Þeim Hjördísi og Signýju hálfþótti við Rögnu þegar þær fóru, að mamma Rögnu sagði: „Það var reglulega fallegt af þeim að ganga alla leið liingað í svona vondu veðri. Þú hefðir víst átt að fara með þeim. Þá hefðum við getað fengið einhverjar fréttir af Gunnari“. „Já, mamma, en ég finn á mér, að ég má til að fara upp á Svörtuloft í kvöld að tendra blysið. Vertu sæl, elsku mamma! Þú sefur víst rótt, þegar ég kem aftur“. Næsti dagur varð fagnaðardagur á heimili þeirra mæðgna, því sonurinn og bróðirinn, Gunnar, sem þær liöfðu svo lengi saknað, var kominn. Og þá kom það í ljós, að blys- ið, sem Ragna hafði kveikt, hafði orðið Gunnari og félögum hans til bjargar, bjarg- að þeim frá því að farast undir Svörtuloft- um. Gunnar settist nú um kyrrt, vildi nú ekki fara í fleiri langferðir. Skipið, sem hann fór ineð, fórst í Kyrrahafinu og hann liafði lengi liafst við þar á eyðiey og nokkrir lagsbræð- ur lians með lionum, þangað til skip bar þar loks að landi og flutti þá heim. Nú keypti hann fisk og flutti til bæjarins og græddi vel fé á því. Einu sinni var diinmt vfir á haustkvöldi og stormurinn þaut í húsgöflunum og ýldi í stráunum og kveinaði alt í kring. Ragna tók þá yfirliöfnina sína og ætlaði að leggja af stað, en þá heyrir hún kveinstafi úr hinu lierberginu; liún flýtti sér inn þangað og þá lá móðir liennar í öngviti á gólfinu. -Hún gat með herkjum komið henni upp í rúm- ið, en þorði svo alls ekki að fara frá henni, því að liún liafði fengið mjög mikinn hita, talaði óráð og vildi fara upp úr rúminu. Ragna var alveg ráðþrota. Rróðir liennar var farinn út í bæ og hún átti ekki von á honum fyrr en langt væri liðið af nóttu, og ef til vill ekki fyrr en á næsta morgni. Þarna sat hún alein lijá móður sinni dauðveikri og gat ekki einu sinni vitjað læknis. Og ekki gat hún heldur komist upp á Svörtuloft til að tendra blysið. Stormurinn kvað sínar sorgarkviður úti fyrir, og brimgnýrinn heyrðist svo glöggt inn til hennar. Henni fannst eins og liún heyra neyðaróp utan af sjónum, — nú færist ef til vill eitthvert skipið undir Svörtuloftum, þvi að nú væri ekki liægt að stefna á björgun- arblysið hennar. Og allt í einu heyrðist lienni sem unnusti sinn væri að lirópa til sín. Ragna féll á kné við rúm móður sinnar, spenti greipar og bað af hryggu hjarta: „Miskunnsami Guð, heyr mína bæn! Gef 164 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.