Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 10
á skordýrum sem veidd eru að næturlagi, ferðast aftur á móti á daginn. I myrkrinu er allt iðandi af skordýrum. Það er mikið rannsóknarefni að sitja kyrr undir opnum himni og reyna að skilgreina þessar vængjuðu örsmáu verur. Sumar koma flögrandi eins og andar úr öðrum lieimi, en eru aðeins sem afturgöngur að deginum til. Þær hafa tekið við starfi býflugnanna. Ýmis sá ilmur, sem laðar skorkvikindin að nóttu til, stafar af öðrum skordýrum. Ef maðu'r vill komast að raun um, hversu ilm- urinn liefur mikla þýðingu, er t. d. hægt að loka inni kvendýr náttfiðrildis. Sama er, þótt vængirnir séu eitthvað ila farnir, — þeir gefa frá sér slíkan ibn, að karlfiðrildi af sömu tegund hafa óðara uppi á þeim. Þau laðast þangað sem þær eru; og með því að merkja slík náttfiðrildi liefur maður komist að raun um, að sum þeirra liafa undir þess- um kringumstæðum flogið allt að tíu kíló- metra vegarlengd. Fvrirbæri sem þetta er livarvetna alþekkt. Árla morguns getur karl- fiðrildi ratað leiðina að opnum glugga, þar sem kvenfiðrildi hefur skriðið úr púpu sinni nóttina á undan. Undir dagmál, á meðan enn er dimmt, liegða sum dýr sér þannig sem þau viti hversu skammt er til sólaruppkomu. Hvort lieldur liiminninn er klár eða skýjurn liulinn, tek- ur rauðbristingurinn smám saman að hefja einsöng sinn, jafnvel áður en sólin kemur í Ijós; svartþrösturinn tekur undir, söngþröst- urinn lætur ekki sitt eftir liggja. Brátt opn- ar smárinn blöð sín, og á þeiin stirnir á morg- undöggina í árroðanum; leðurblakan flýtir sér inn í glufu sína og uglan inn í tréð, næt- urfálkinn upp á 'húsaloftið. Ormurinn grefur sig niður í jörðina, og bjöllurnar leita undir steina og bjálka. Hjörturinn hefur horfið inn í þykknið, en liérinn, greifinginn og broddgölturinn lijúfra sig í holum sínum. Ot- urinn sefur væran í sinni luktu borg. Þegar sólin stígur upp, yfirgefa fuglarnir næturdvalarstaði sína og söngur þeirra hljóðnar um stund. Lífið gerir sínar kröfur. Eftir afstaðna næturlanga föstu eru þeir önn- um kafnir við að afla sér og ungum sínum fæðu. Jörðin hefur snúist um möndul sinn, og myrkrið víkur fyrir ljósinu. Um leið tekur hið fjölbreytilega líf næturinnar á sig náðir. en börn dagsins vakna upp til erilsamra at- hafna. Myndin er tekin í nýtísku verslun í Grænlandi. Nú orð- ið er vörufjölbreytni eins mikil þar og í nágrannalönd- unum. Þeir, sem sóttu kvikmynda- húsin um 1930 kannast flestir við King Kong, og sáu hann velta um koll skýjakljúfunum í New York og gera önnur á- líka kraftaverk. Eigendur tó- baksverksmiðju í Birming- ham í Englandi hafa nú látið gera þessa höggmynd af hon- um. Myndhöggvarinn Nick Munro gerði styttuna og stend ur við fótstall hennar. 134 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.