Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 21
— Indæl? endurtók Jocelyn eilítið þurr- lega. Hannali virti hana vandlega fyrir sér. —■ Já, það eruð þér, og því myndi enginn neita. En útlitið er bara ekki nóg fyrir ung- an mann sem allt sitt líf hefur getað fengið allt sem hann vill, en er nú kominn að þeim krossgötum í lífi sínu þar sem hann þarf að fara að sjá fyrir sér sjálfur. Hvorugur yngri Fitzgeraldbræðranna erfði neitt, þegar faðir þeirra dó; ólíklegt er að Lucien kvænist eða eignist börn, en hann getur haldið í pening- ana sína, og það er almennt vitað, að hann hefur enga samúð með lifnaði bræðra sinna . . . og sjálfur getur liann lifað í mörg ár enn. — Já, auðvitað getur hann það, svaraði Jocelyn og lyfti brúnum. — Hannah, hvað áttu við með lifna&i þeirra bræðranna? — Ja, eins og ég viti neitt um það, sagði Hannali um leið og hún setti verðmætt postú- línið á bakkann ásamt silfurskeiðunum og gætti þess að þær rispuðu ekki. — Þeir liafa til dæmis dálæti á hestum og veðreiðum, og það er dýrt sport; og svo er það kvenfólkið, sem stöðugt hangir á þeim og það er ekki alltaf kvenfólk af góðu tagi! —- Já, þannig lagað, gegndi Jocelyn lágt. — En ég vænti þess, að ekki hafi orðið neitt opinbert hneyksli? Hannah svaraði ekki. Jocelyn varð hugsað til Blaize; hún gat séð hann fyrir sér þar sem hann virti fyrir sér postúlínið og silfrið eins og hann væri að verðleggja það í huganum, og liún gat heyrt hann tala um möguleika húseignarinnar með öllu sem í því var . . . en svo hristi hún höf- uðið. Blaize var ekki svona einfaldur. Það ldaut að liggja eitthvað dulið undir þessu yf- irborði, sem hann sýndi umlieiminum. Næstu dagana gafst henni tækifæri til að hvílast eilítið í hinu .nýja umhverfi sínu Kona læknisins var sú fyrsta sem kom í heim- sókn til hennar. Það var vingjarnleg og geð- þekk kona, sem átti það áliugamál að koina veikum börnum úr borgunum út í sól og sum- ar sveitanna. Jocelvn lét sitt ríkulega af mörk- um til þess málefnis. Síðan kom sóknarprest- urinn, séra O’Donell í heimsókn og þáði síðdegiste. Hann sagði sögur frá Irlandi og hafði mörg orð um forna og merka fortíð landsins — já, hann staðhæfði að þarna stæði hin raunverulega vagga guðs kristni, og sarna væri hvað yfir landið hefði gengið á liðnum öldum — alltaf myndi því skjóta eins og korktappa upp á yfirborðið hér eftir. sem hingað til og verða einn góðan veðurdag að miðdepli allrar heimsins byggðar. J'ocelvn hafði einkar mikla ánægju af þeirri heim- sókn. Presturinn var siðmenntaður í meira lagi, skemmtinn og í hæsta máta elskulegur í framkomu. Það var sönn ánægja að tala við hann, og hann hafði spurt af áhuga Iivorl hún hefði nokkrar framtíðaráætlanir, og hvort henni fyndist einmanalegt að búa í húsinu. — Mér finnst það eiginlega of stórt fyrir svona litla og fíngerða dörnu eins og yður! sagði hann og brosti elskulega. Það gæti ver- ið niðurdrepandi, ha? — Ég hef hugleitt, hvort ég gæti ekki hag- nýtt það í einhverju skynsamlegu sjónarmiði — ef til vill sem hvíldarheimili fyrir börn eða eitthvað í þá átt. Hér eru svo mörg her- bergi og nóg landrýmið . . . — Það myndu guðirnir banna, svaraði séra O’Donnel spaugsamur. Það myndi gamla frú Fitzgerald aldrei fyrirgefa yður, og svo er ég handviss um, að liún gengur aft- ur hér í liúsinu, og hún vill alls ekki láta breyta neinu — allt á að vera eins og hún var vön að hafa það allt sitt líf, og það held ég að hafi verið ástæðan til að hún lét engan af ættingjum sínum fá húsið. Hún hefði aldrei verið örugg um, nema þeir tækju upp á því að selja það til þess að fá peningan fyrir það. — Nei, lialdið þér það? sagði Jocelyn hrif- in. — Ehm. Það sem þér ættuð að hugleiða, er að finna yður góðan eiginmann, mælti prestur vingjarnlega og þó eilítið glettnis- lega. — og þá getið þér fyllt liúsið með eins mörgum börnum og þér viljið — yðar eigin — og þá veit ég að velgjörðarkona yðar mun sitja á litla skemlinum sínum á himnuni og gleðjast í hvert sinn sem hún lítur niður til yðar — því að sitt litla sæti hefur hún ör- ugglega fengið þar efra, það er ég viss um! Jocelyn brosti enn hin ánægðasta með orð- ræðu prestsins. Það gladdi hana hversu ó- HEIMILISBLAÐIÐ 145

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.