Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 36
að ég get ekki náð í þá, svo að liann er því
viss um, að hann getur fengið bæði bæinn
og jörðina“.
Gústi litb grét sig í svefn nóttina eftir;
en fyrst bað hann þó góðan Guð hjálpar.
Og um nóttina dreymdi hann undursainleg-
an draum. Hann dreymdi, að til sín kæmi
grár maður, lítill vexti, fast að rúminu sínu,
og segði við hann, að hann skyldi fara á
fætur og verða sér samferða. Og litli mað-
urinn fór með hann upp að háum kletti,
sem var á einum stað í landareign föður hans.
Svo rétti hann honum hamar og sagði, að
hann skyldi slá þrjú högg á klettinn. Og
er Gústi var búinn að því, þá opnaðist klett-
urinn, eins og hurð væri þar fyrir, og þeir
gengu báðir inn. Nú varð Gústi bæði stein-
liissa og glaður, því að hann sá þar standa
fjöldan allan af kistum hverja hjá annari,
og allar voru þær fullar af glóandi silfur-
peningum.
„Þessa peninga alla á hann pabbi þinn“,
sagði litli maðurinn, „því að allt sem stend-
ur á lians lóð, er eign hans. En liann verður
að hraða sér að ná í fjársjóð þennan, áður
en það er um seinan“.
Að svo mæltu hvarf maðurinn.
Þegar Gústi vaknaði morguninn eftir, þá
mimdi hann drauminn og sagði hann óðara
bæði pabba sínum og mömmu.
„Pabbi, þú ættir að reyna að slá þrjú högg
á klettinn“, sagði hann. „Setjum nii svo, að
þar stæðu inni nokkrar kistur fullar af silf-
urpeningum“.
„Ó, hvernig getur þú trúað öðru eins op
þessu, drengurinn minn?“ sagði faðir hans.
„Þetta er ekkert nema draumur, og ekki er
mark að draumum“.
„Ekki kostar það neitt að reyna það“,
sagði mamma Gústa.
„Jæja, einhverntíma í annað skipti“, sagði
pabbi hans og fór til vinnu sinnar.
En Gústi tók þá hamarinn sinn og laum-
aðist upp að klettinum.
Hann titraði allur af eftirvæntingu þess,
sem verða kynni, þegar hann sló höggin
þrjú á klettinn.
Mikil urðu vonhrigði hans og sorg, þegar
kletturinn laukst ekki upp; liann grét beisk-
lega og sagði foreldrum sínum ekki frá
neinu.
En um nóttina dreymdi hann aftur að
litli grái maðurinn kæmi að rúminu sínu.
En í þetta skipti bað hann Gústa ekki að
koma með sér, heldur leit á hann alvarlega
og kvað vísu þessa:
Þú ert svo dáðlítill, drengur minn,
liann dugir betur, hann pabbi þinn,
og lengi má ekki aðgerða bíða,
því aðrir taka þá sjóðinn hans fríða.
Þegar Gústi sagði pahha sínum og mömmu
þennan draum um morguninn, þá litu þau
steinhissa hvort á annað.
„Mér finnst þú ættir að reyna“, sagði
mamma.
„Já, það get ég gjarnan gert, þó að ég hafi
ekki hina minnstu trú á draumunum. Komdu
þá með mér, drengurinn minn, við skuliun
fara!“
Gústi stökk af stað með föður sínum, al-
veg í sjöimda himni af fögnuði; en þegar
þeir komu nærri klettinum, fór hjartað að
herjast í brjósti honum svo að hann var milli
vonar og ótta.
Faðir hans sveiflaði stóra hamrinum sín-
um og lét hann skella af öllu afli á klettin-
um, en hann var eins og lóðréttur veggur.
Hann barði þrjú högg, en engin burð opn-
aðist; en fáeinir steinmolar losnuðu og duttu
ofan á flötina undir klettinum.
Tárin fóru aftur að koma fram í augun
á Gústa litla, og pabbi hans varð líka fyrir
vonbrigðum, þó lítil væru.
„Þarna sérðu nú, drengur minn“, sagði
liann, „draumurinn er markleysa. Það er
enginn sjóður í klettinum“.
En í sömu andránni tóku augu hans að
ljóma af fögnuði og hann fór að skoða klett-
inn nákvæmlega. Hann sló nú enn nokkur
högg í klettinn; að því búnu tók hann í
hönd Gústa htla og þrýsti fast:
„Gústaf, drengurinn minn!“ hrópaði hann
upp. „Það er nú samt sem áður sjóður í
klettinum. Hann er hvorki meira né minna
en fullur af silfri“.
„Já, en hurðin hefir ekki lokist upp-
Hvernig geturðu þá vitað, að silfurkisturnar
standi þarna inni?“
„Það eru ekki neinar silfurkistur þar“,
sagði pabbi hans, „en rétt í þessu fann ég
160
heimilisblaðið