Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 19
lionum var réttur kaffibollinn. Hann leit enn
/
á hana og brosti þessu sama hrífandi brosi
sínu. Elsku frænka mín kunni vel við sig
bérna. Sjálf var hún einskonar listmálari, og
þér munuð fljótlega komast að raun um, að
bér í liúsi er ýmislegt, sem er mikils virði.
Kannski finnst yður margt af því gamaldags.
En ef þér látið færa sumt til nýtísku vegar,
þá getið þér örugglega búið mjög þægilega
og vel um yður hér.
— Ég held ég kunni ágætlega við það ein-
mitt eins og það er núna, svaraði hún.
Andartak sat hann þögull og virti liana
fyrir sér; síðan reis hann úr sæti og gekk að
flyglinum. Hann sló fáeinar stakar nótur, en
tók síðan að leika af fingrum fram. Jocelyn
varð óðara ljóst, að hann var ágætur píanó-
leikari — hann var áreiðanlega sú manngerð
sem gat gert flest það, sem hann kærði sig
um eða langaði til.
— Á meðan ég man — þetta sagði liann
mitt í Cliopin-etýðu — þá á ég að skila mjög
góðri kveðju frá móður minni og segja, að
liana langi til að líta inn hjá yður einhvern
daginn. Hún hefur annars í svo mörgu að
snúast um þesar mundir, og þess vegna var
mér allra mildilegast lejd’t að færa yður þessa
fregn. Hann leit til liennar aðdáunaraugum.
■— Við ætlum að reyna að halda garðveizlu
alveg á næstimni — á fimmtudaginn kemur.
Að vísu ekkert hátíðlega, en við vonum samt
að það verði sólskin. Það myndi gleðja mig ó-
segjanlega mikið, ef þér sæjuð yður fært að
koma, endaþótt mér sé ljóst, að þetta er
stuttur fyrirvari. Getið þér það?
Eitthvert hljóð, sem varla varð greint,
barst utan úr garðinum, inn um franska
gluggann sem stóð opinn. Jocelyn starði á
hana, og henni leið illa er liún komst að raun
um, að stúlkan sú ama réði alls ekki við til-
finningar sínar. Henni kom því ekki á óvart,
er hún heyrði stúlkuna lirópa upp:
— Blaize! Þú ert þó frekari en alll sem
frekt er — og liún stappaði í gólfið til á-
herslu orðum sínum.
Fimmti kajli.
Blaize leit upp frá liljómborðinu og horfði
í græn augun, sem sindruðu af heift.
— En elsku Sheila mín, sagði hann óeðli-
lega hægt. Veiztu ekki, að það er alls ekki
góður siður að vaða svona inn á fólk eins og
þú gerir. Þú hefur alls ekki verið boðin, og
þú hefur ekki spurst fyrir um það, hvort
nærvera þín sé æskileg — svo ertu að auki
svo barnaleg að stappa í gólfið. Hvað er það
eiginlega sem amar að?
— Hvað amar að? Hún stóð gersamlega
orðvana og starði á Blaize. Engin orð gátu
tjáð tilfinningar hennar. — Þú baðst mig að
sitja í bílnum og bíða eftir þér — þú sagðir
þetta tæki engan tíma — og svo lieyri ég
bara allt í einu, að þú ert sestur við að spila.
Þú liefur auðsjáanlega gleymt mér með öllu!
— Nei, það veiztu að væri ógjörningur,
Sheila, gegndi hann hálfþurrlega, en má ég
nú ekki kynna þig fyrir ungfrú Cheril. Þetta
er Jocelyn Cheril, og þetta er Sheila Lambert
— hún er reyndar næsti nágranni þinn —
miklu meiri granni en við á Mount Clodagh.
Þegar hún er ekki sefasjúk, eins og þessa
stundina, þá er hún virkilega ágæt stúlka —-
svo ég vona, að þér fyrirgefið lienni þessa
óformlegu inngöngu í húsið.
Hann kinkaði kolli til Sheilu, til merkis
um að hún kæmi nær, en Jocelyn fann, að
loftið var hlaðið spennu, og henni var ljóst
að unga stúlkan átti bágt með að liafa stjórn
á sér. Jocelyn spurði hvort hún vildi þiggja
kaffibolla, en liún hristi aðeins höfuðið.
Ef allt hefði verið með felldu, hefði Joce-
lyn án efa fundist stúlkan óvenju aðlaðandi
og fögur. Hörundslitur hennar var frískleg-
ur, og hún hafði falleg augu — liarla tvíræð.
Hún gat varla verið orðin átján ára og var
alls ekki fullþroskuð. En þarna sem hún
stóð, með gremjudrætti um munninn, og
liafði látið skapsmunina leiða sig í gönur, þá
var hún auðsjáanlega ekki eins aðlaðandi cg
henni var eiginlegt að vera.
Þegar liún neitaði að taka í liönd Jocelyn,
og leit á hana með grímulausri óvild, varð
sú síðarnefnda í vandræðum með, hvernig
hún átti^að taka þessu öllu. Hún starði að-
eins rmdrandi á ungu stúlkuna.
— Yið Blaize ætluðum til Wellton í versl-
unarerindum, mælti Slieila, og þá datt hon-
um allt í einu í hug að koma við hér. Ég
sagði, að það gæti beðið þangað til í baka-
leiðinni, því að verslanirnar loka svo snemma
— og nú er það allavega orðið of seint. Hún
leit til Blaize full barnalegrar gremju og beit
HEIMILISBLAÐIÐ
143