Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 4
'haustdag með snjókomu á þessuin slóðum. Hvers vegna liöfðu birnirnir þá valið einmitt þennan dag? Og hvaS af forboðum komandi vetrar — loftsbitinn, loftþrýstingurinn, snjór- inn og rýrnandi möguleikar til fæðuöflunar — hafði komið binu innra merkjakerfi þeirra af stað? Eða var það eitthvað annað, sem hafði komið birninum til að leggjast í híði? Ú tvar psbirnirni r. Einmitt þennan dag voru liðin fimm af þeim sjö árum, sem Craighead-bræður liöfðu til að rannsaka atferli grábjarnarins, Ursus horribilis, nákvæmlega. Þetta var 5. nóvem- ber 1963. Upplýsingar þær, sem þeir og að- stoðarmenn þeirra, læknar, líffræðingar, tæknimenn og lífeðlisfræðingar, hafa aflað, munu nú verða hagnýttar til að leyfa birn- inum að fara frjáls ferða sinna, leita fæðu og leggjast í híði, allt eftir því sem náttúran segir honum. Bræðurnir tveir voru meðal þeirra fvrstu, sem notfærðu sér hina nýju vísindalegu að- ferð, sem nefnist biotelemetri og er fólgin í því að fá upplýsingar um dýr í fjarlægð með tilhjálp útvarpssenditækja og móttökutækja. Frank Craighead kemst svo að orði um þessa tækni: „Birnirnir eru á mikilli hreyfingu um torfært svæði, einkum þó á nóttunni. Án út- varpstækjanna liefðum við ekki möguleika á því að fylgjast með þeim eða bafa stöðugar gætur á þeim.“ En jafnvel með hjálp biometrisins var ekki auðvelt að afla nauðsynlegustu upplýsinga. Fyrst af öllu varð að veiða birnina í gildrur, devfa þá og merkja, með tilliti til þess að þeir þekktust aftur síðar. Hið síðastnefnda fór fram á þann hátt, að tölusettum jdast- plötum var fest á eyru þeirra. Síðan varð að vigta þessi stóru og þungu dýr, mæla þau og skilgreina kyn þeirra. Mörg þeirra voru síðan skrýdd liálsbandi, sem í var fest lítið útvarps- senditæki með mismunandi merkjamáli fyrir hvert eitt dýr. Með fjórum af þessum útvarpsbjörnum var fylgzt frá vísindastöð þeirra Craighead- bræðra í Canyon Yillage, en það er á þjóð- garðssvæðinu sjálfu, og þaðan var bægt að fylgjast með merkjamálinu þótt dýrin væru í allt að tuttugu kílómetra fjarlægð. Hægt var að fylgjast með liinum dýrunum gegnum færanleg móttökutæki úti á sjálfu svæðinu. Þegar merki breyttist bvað snerti styrkleika eða annað, voru bræðurnir vanir að nálgast viðkomandi dýr, til þess að komast að raun um livað breytingunni olli, og lögðu þá stundum að baki ferðir um 15—20 kílómetra í þéttum skógi. Merki af mjög breytilegum stvrkleika reyndist vera frá björnum, sein voru í þann veg að grafa sér ból. Svipað merki, en með minni breytileika, koma frá björnum sem voru á reiki um svæðið; stöð- ugt, liáttbundið merki gaf liins vegar til kynna, að viðkomandi dýr svaf. Birnirnir voru veiddir í sterka gildru, sem útbúin var úr sverum járnrörum; síðan var skotið að þeim spjóti með deyfandi efni. 1 fvrstu varð að beita efni þessu af mikilli var- færni, því að ekki var vitað liversu stóran skammt dýrin myndu þola. 1 eitt skiptið fékk bjarndýrshúnn of sterkan skammt, og John Craighead varð að veita honum tæknilega öndunaraðstoð. Sömuleiðis kom ujjp vanda- mál varðandi útvarpsútbúnaðinn. Dýrið gat einn góðan veðurdag vaðið út í læk og þar með valdið skammhlaupi í senditækinu. AIls voru þó veiddir í gildru rúmlega 300 birnir. Syfjuð móSir. Sumardag einn fyrir tveim árum ók ég með þeim bræðrum út þangað sem rétt ný- lega var búið að veiða bjarndýr í gildru. Hann var deyfður og síðan borinn út úr gildr- unni af fjórum rnönnmn og færður í ramm- gert kaðla-net. Þegar hann liafði verið hífð- nr upp á vog með hjálp viðamikils krana, reyndist hann vega 230 kíló. „Þessi er nú einn þeirra smærri,“ sagði Frank á meðan þeir voru að merkja dýrið, mæla eyru þess og skrokk og taka blóðsýnishorn. Um leið voru aðrir að taka plast-mót af tönnum þess og loppum. Þetta var hagnýtt við aldursá- kvörðunina. Skyndilega glennti björn nr. 114 upji aug- im! 1 næstu andrá hafði hann setst upp við dogg, hristi svo hausinn og reis á lappir. Stöku bimir geta átt það til að ráðast á 128 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.