Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 11
Þegar maður er kvennagull
Skemmtisaga eftir Dahlia Gordon.
Þegar ung stúlka hefur vöxt og göngulag
skógardísar, ökla eins og kynbótagæðingur
og andlit eins og gyðja — með einmitt þessu
bJiki í auga sem gefur til kynna, að stjórnin á
skapsmununum sé ekki alltaf fullkomin —
getur liún verið nokkurnveginn örugg um
það, að ungi maðurinn sem liún sá við upp-
gönguna úr neðanjarðarbrautinni við Picca-
dilly er enn á bælunum á henni þegar bún
liefur beygt inn í Bond Street.
Margaret Wellfield þóttist örugg um þetta,
og hún Iiafði rétt fyrir sér.
í bjargfastri vissu uin eigin töfrandi fram-
koinu og útlit átti Harold Brewster til að
bera þá drifsku að staðnæmast fvrir utan
símaklefann þar sem þessi frámunalega fagra
stúlka hafði smeygt sér inn. Nú stóð hann
inni í símaklefanum við bliðina og fletti í
símaskránni á meðan bann beið eftir því, að
sér dytti eitthvert snjallræði í liug, sem að
haldi kæmi.
HugmjTidin kom — og það skyndilega. En
Harold var nógu gætinn til að balda sig í
hæfilegri fjarlægð góðan spöl niður eftir
Bond Street, áður en bann stikaði upp að
hlið Margaretar og lvfti hattinum.
„Góðan dag! Það var þó ánægjulegt að
bitta yður aftur!“ sagði hann og bélt á liatt-
inum í annarri bendi.
Margaret nam staðar og starði á bann undr-
andi. „Ég er brædd um, að þér takið mig fyr-
ir einhverja aðra“, sagði liún kurteislega.
Hann bristi höfuðið. „Þér munið bara ekki
eflir mér. En yður bef ég ekki getað gleymt!“
„Jæja, en . . .“ Margaret setti í brúnir um
leið og bún reyndi að rifja upp, bvar bún
befði séð manninn áður.
„Þér eruð lafði Vernon Vavaseur“, sagði
bann og brosti.
Hún leit forvitnilega á liann. „Þér hafiS á
röngu að standa. Ég er ekki lafði Vernon
Vavaseur“, svaraði bún hægt og lágt.
„Eruð þér ekki hva<5?“ Svo virtist sem Har-
old brygði í brún. „Það var þó furðulegt. Þér
hljótið þá að vera tvíburasystir bennar.“
Hún beit á .vörina til að leyna brosinu
„Jæja? Hlýt ég að vera það?“
„Ó, ég sé, að þér trúið mér ekki!“ stundi
Harold með þeim vonbrigðasvip, sem menn
setja gjarnan upp, þegar þeim tekst ekki að
sannfæra konur um, að ósannindin sem þeir
halda fram séu sannleikur. „Þér haldið sjálf-
sagt að þetta sé einhver fyrirtekt í mér. Þér
efizt beinlínis um, að til sé nokkur kona með
þessu nafni sem ég hef nefnt — lafði Vernon
Vavaseur.“
„Nei, það hef ég þó ekki sagt“, svaraði
Margaret.
„Ég get sannað yður, að liún er til.“
„Virkilega?“
„Heimilisfang liennar er Park ViIIas 92, og
símanúmerið hennar er Regent 4097. Ef þér
efizt um þetta, getið þér sjálf aðgætt það.“
Margaret brosti við. „En ég efast alls ekki“,
svaraði hún.
„Það gleður mig“, liálfbrópaði Harold. „Ég
vil geta sannað yður, að ég er ekki einn af
þeim mönnum, sem ávarpar ókunnugar stúlk-
ur á götunni, nema þá að um mistök sé að
ræða.“
„Þetta voru sannarlega furðuleg mistök,“
sagði Margaret lágt.
„O, ekki svo mjög. Það mynduð þér ekki
segja, ef þér hefðuð séð lafði Vernon.“ —
Margaret var tekin að halda áfram f<""
sinni, en Harold stikaði við lilið ber.nar,
liarla ánægður um árangur lierkænsku sinnar.
„Þér eruð beinlínis stórkostlega b'kar benni“,
liélt bann áfram. Hún svaraði engu, en hann
greindi örlítið og örsnöggt bros við annað
munnvik hennar, sem alls ekki benti á frá-
vísun. „Lafði Vernon er óvenju aðlaðandi og
fögur ung kona“, hélt bann áfram af sömu
dirfskunni.
„Fallega mælt.“
„Það er svo sjaldan sem sannleikurinn er
fallegur og þægilegur í senn“, mælti Harold
stimamjúkur.
heimilisblaðið
135