Heimilisblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 30
Uglupabbi í klípu
BARNASAGA EFTIR POVL HAMMER
í skóginum ríkti nær algjör kyrrð,
því aö ,svo áliöið var snmars, að fug'larn-
ir voru hættir að syngja og farnir að
sinna alvarlegum verkefnum. í hverju
hreiðri voru þetla fimm eða sex soltnir
ungar, sem stöðugt glenntu upp litlu
munnana sína og skríktu -eftir mat —
og þess vegna strituðu foreldrar þeh’ra
við frá sólarupprás til sólarlags, uns aft-
ur var failiið á myrkur í skóginum.
Ekki var þó fullkomin þögn þarna í
myrkviðnum. Ef maðrn’ var sjálfur
hljóður og stóð grafkyrr, þá gat mað-
ur heyrt hvar skrjáfaði hér og þar. í
skógarbotninum gaf að líta svartþresti
og brúnþresti róta með nefinu i visið
laufið í leit að oimum og ihfum, sem
áttu sér ból í efsta iagi rakrar moldar-
innar; inn á milli trjágreinanna mátti
líka heryra ofurlítið tíst smáfugla, sem
stukku um eins og mýs frammi á end-
um greinanna í leit að skordýrum. Á-
þekkar veiðar stunduðu líka músvit-
amir, bláigðurnar og gráigðurnar á
kvistóttum berki gömlu trjánna, þar
sem þau boruðu grönnum nefjunum í
græna mosaþófana sem huldu bolinn.
En hæst uppi í limi stærstu beyki- og
eikartrjánna heyrðist lágt högg öðru
hverju — þar var spætan á ferð, sem
með löngu og oddhvössu nefi sínu hjó
börkinn burtu til þess að komast að
lirfum þeim, sem nærðust á greinum
trjánna innanverðum.
Ef við hefðum þessa síðdegisstund
rakið götuslóðann utan frá enginu,
gegnum gerðið, inn á milli grenitrjánna
og síðan lengra inn í skóginn, þá heifð-
um við upplifað margt og merkilegt.
Vænan spöl inni í skóginum átti sér
nefnilega stað furðulegur gauragangui’.
Raddir margra og ólíkra fugla kváðu
við, allar í einu, og það mátti greinilega
heyra, að annað hvort voru þessir fugl'
ar æfareiðir eða dauðskelkaðir, nema
hvorttveggja væri. Ef við hefðum þá
nálgast af varfærni, hefðum við komist
að raun um, að hvað svo sem um var
aö ræða þá átti það sér stað hátt fyrii’
ofan okkur, því að hljóðin bárust ofan
úr háu beykiki’ónunum álengdar.
Auðvelt var að þekkja raddir margra
þessara fugla. Þarna hljómaði hih
skarpa rödd svartþrastarins: Pink-pinik-
pink, hás hlátur skjórins, og nöldurs-
legur tónninn í músvitranum. En þarna
var lika um margar aðrar fuglsraddir að
ræða.
Ef við heföum komist enn nær, án
þess að hvekkja fuglana eða láta heyr-
ast um of í fölnuðum laufdyngjunum
undir fótum okkar og trjágreinununm
alls staðar umhverfis, þá hefðum við get-
að gægst fram milli heslikjarrgreinanna
og getað séð, hvað um var að vera.
Uppi í stóra beykitrénu, þar sem göm-
ul, stór og þykk grein, skagaði langt
fram ásamt fjölda hliðargreina, sat
furðuleg, grábrún vera, nokkuð mikil
að fyrirferð samanborið við aðra fugla-
Auðfundið var, að nærvera hennar vai’
einmitt það, sem oili öllum ósköpunum
meðal hinna fuglanna — því að þeú’
voru ekki svo fáir, sem nú höfðu safn-
ast hér saman. Þarna voru tveir svart-
þrestir, einn skjór, nokkrir músvitrai*
og bókfinkur, fáeinar skógardúfur og'
svo fjöldi annarra fugla sem erfitt vai'
að greina, því að þeir sátu svo hátt
uppi. Og hvað þeir gátu allir verið
reiðir og æstir!
66
heimilisblaðið