Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 5
framt því sem þau taka að synda um- hverfis hákarlinn. Skyndilega ráðast þau svo á árásardýrið og reka hausana af öllu ^ali inn í skrokkinn á því svo að innyfli þess springa. I fiskiróðri var ég vitni að því, er stærðar hákarl spratt upp úr sjón- um. Ég sigldi nær og komst að raun um, að sex höfrungar höfðu umkringt hákarl- mn og skiptust á um að rekast á hákarl- jnn, ýmist fyrir aftan tálknin eða í kvið- mn. Loks var hákarlinn svo illa farinn, að hann sökk til botns í tæran sjóinn. Höfrungar geta auðveldlega synt uppi sberstu skip og farið fram úr þeim; þeir kornast sem sagt a. m. k. 45 kílómetra á hlukkustund. Vísindamenn hafa komizt að raun um, að þetta stafar af því, að þeir eru búnir gljúpum svampvef undir skrápn- um, sem gerir þeim fært að laga yfirborð shrokksins eftir hreyfingum sjávarins. Gagnstætt skipsskrokknum geta höfrung- aimir skipt um lögun, ef svo má segja, eftir þyí hvernig sjávarlagið er hverju sinni. ^annig aðlögunarhæfni gerir þeim fært að draga úr mótstöðu vatnsins allt að 90 hundraðshlutum. Til eru margar sögur af höfrungum sem hjargað hafa mannslífum. 1 Flotida hreifst SUudkona ein af straumi sjávarins. „Allt 1 einu fann ég fyrir því, að einhver hreif með voldugu átaki aftur upp á grynn- lugarnar,“ segir hún. „Þegar ég komst a fætur, var þarna enginn maður nálæg- Ur. en höfrungur var að svamla öskammt fr’a- Síðar sagði mér maður nokkur, sem vei’ið hafði alllangt undan, að hann hefði Seð, hvar höfrungur hafði spyrnt mér burt djúpsævinu." I bók um loftorrustuna yfir Kyrrahafi Segir dr. Beorge Llano frá höfrungi ein- llUl. sem reyndi að ýta gúmmífleka með hiórum niðurskotnum flugmönnum yfir hh nálægrar eyjar. Því miður var eyjan aHett Japönum, og þess vegna neyddust Hugmennirnir til að hrekja hinn vel mein- andi bjargvætt sinn á brott með árum. ^ElMILISBLAÐIÐ Sjávarlíffræðingar telja, að þess konar tilvik eigi rót sína að rekja til þeirra löng- unar höfrunganna að bregða á leik; að þeir reyni ekki meðvitað að bjarga fólki, heldur hafi gaman af því að ýta hverju sem er frá sér, upp á grín. Einn þessara líffræðinga grundvallar kenningu sína á ljósmyndum af fjórum höfrungum, sem strita við að tosa gamalli og ónýtri vind- sæng á land! En ekki er hægt annað en láta smitast af kátri leikgleði taminna höfrunga, þeg- ar þeir leika leiki sína — körfuknattleiki, hornablástur, hopp gegnum gjarðir eða hvað sem þetta nú er. Vísindamaður einn varð vitni að því, hvar höfnmgur togaði í sporðinn á stórum fisk og dró hann þannig aftur á bak langa leið, án þess að gera honum nokkurt annað mein en stríða honum á þennan hátt. Og sjálfur hef ég séð unga höfrungskvígu taka skjaldböku á hausinn og synda með hana um þvera og endilanga laug. Höfrungar eru svo snjallir og fljótir við að smala saman fiskum, að þeir hafa verið nefndir „kúasmalar hafsins". Veiði- maður einn hefur skýrt mér frá því, að hann eitt sinn hafi séð tíu höfrunga um- lykja stóra fiskavöðu og hrekja hana á grynningar þar sem hægara var um vik að leggja sér veiðina til munns. Strax er einn höfrungurinn var búinn að éta nægju sína, sneri hann aftur að hópnum til þess að halda innikróuninni á meðan sá næsti » átnægju sína. Þess eru mörg dæmi, að höfrungar hafa hjálpað skipum við að komast um þröng- ar og hættulegar siglingaleiðir. Frægast- ur slíkra höfrunga er eflaust Pelorus- Jack, sem fyrst sást á Pelorus-sundi við Nýja- sjáland árið 1888 og synti á undan skipi nokkru og lóssaði það þannig gegnum þröngt klettaskerjasund þar sem fjölmörg skip höfðu áður farið sér að voða. Far- menn tóku að svipast um eftir Jack, og brátt tóku skipsstjórnendur að elta uppi 77

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.