Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 7
Hvernig ratar bréfdúfan? Hvað er það sem gerir bréfdúfunni ftiögulegt að rata veginn heim í búrið sitt, þegar henni er sleppt lausri í mörg hundr- 11Ö kílómetra fjarlægð þaðan? Enginn hefur svarað þessari spumingu ^eð vissu. Skólastjóri merkjamálsskóla bandaríska hersins, þar sem einnig er ^ennt að nota dúfur til boðliðaþjónustu, Segir: „Þetta er allt undir þjálfun komið. öúfurnar eru þjálfaðar við að trúa því, að mat sé einungis að finna á þeirra eig- ln heimaslóðum, og það — ásamt löng- Uninni til að hitta unga sína og maka — ^r þær til að hraða sér heimleiðis." I^essi ummæli geta ef til vill átt við, þegar dúfurnar eru látnar fara yfir þekkt svæði. En þau veita enga skýringu á því, hvernig bréfdúfa rataði leiðina frá Arras 1 Erakklandi til heimastöðva sinna í Saig- 011 í Indókína og flaug þessa 11 þúsund tílómetra leið á 24 sólarhringum. Kannski er leyndardóminn að finna í °Ppbyggingu eymanna, sem eru allflók- 111 að gerð rétt eins og hjá manninum. ^issir erynagangar geta e. t. v. vakað sem emskonar viðmiðunar-áttaviti. Þannig hefði þá dúfan — á leið sinni frá Indókína Frakklands, sitjandi í körfu undir skips- hiljum — átt að „finna“ á sér, hvaða leið skipið sigldi, og „skrifað hana bakvið eyr- ah“ ef svo má segja — á svo fullkomin hátt, að hún gat gripið til þessarar vitn- °skju þegar henni var sleppt lausri og flog- aftur til baka, — án þess m. a. s. að ^ra eftir þeirri „línu“ sem skipið hafði Slglt á sjónum á vesturleiðinni. Ef þessi eyrnaganga-kenning er rétt, eins og hún er látin Ijós af V. Fance í tímaritinu Scientific American, myndi hún veita svör við tvennu, sem eftir hefur verið tekið: Að bréfdúfur virðast glata staðmiðunarhæfileikanum ef eyru þeirra eru byrgð, og að rafmagnsbylgjur frá kröftugum útvarpsstöðvum hafa hvað eft- ir annað komið dúfunum til að fara af réttri leið og jafnvel að gefast upp á flug- inu. En hvernig svo sem bréfdúfurnar fara að þessu öllu saman, þá hafa menn allt frá tímum forn-persa til vorra daga kunn- að að notafæra sér hæfileika þeirra. Áður en símskeytin komu til sögunnar voru dúf- ur notaðar til að flytja viðskiptatilboð og aðrar mikilvægar orðsendingar, og langt fram á þessa öld notuðu veiðiflotar bréf- dúfur til að hafa samband við land. Um áratuga skeið voru dúfur látnar flytja bréf og Ijósmyndir milli fréttamanna og blaða í fjarlægum landshlutum. I fyrri heimsstyrj öldinni voru dúfur mikið notaðar. Frægust þessara stríðs- dúfna var Cher Ami — eða Kkri vinur — sem var stíðar stoppuð upp og sett í minn- ingarsafn í Washington. Þrátt fyrir stór- skotahríð, flaug Cher Ami út úr Argonne- skógi með skilaboð, sem björguðu þrigj- ungnum af hinu „dauðadæmda liði“ Whittlesleys majórs. Á þreytandi flugi milli Verdun og Rampont varð hún fyrir því, að sprenging tætti af henni annan fótinn. En hún hélt fluginu áfram og kom skilaboðunum rétta boðleið .. . ^eimilisblaðið 79

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.