Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 18
Forlagaglettni (EFTIR H. WILD.) Það komu tár í augu barónsfrúarinnar, þegar hún sagði þessi síðustu orð, — en hinn harðsvíraði prófessor þagði jafnt og þétt. Og hvað gat hann svo sem sagt? Gat hann gefið þessari vingjarnlegu og hjart- anlegu bendingu svo harðleikið svar, sem það að segja: „Náðuga frú, ég skil yður mjög vel, en það er mér því miður ómögu- legt að reyna að láta hina yndislegu syst- ur yðra verða hjónabandshamingjunnar aðnjótandi, því ég hef þegar í fjögur ár verið í hjúskaparböndum, sem eigi væri hægt að slíta með vilja eða vitund kon- unnar, af því að hann hefði enga hugmynd um, hvar hún mundi niður komin, og því síður gat hann slitið þessu hjónabandi, þar sem kona hans hefði farið með hjú- skaparsamninginn og hann gat ómögu- lega sannað það sjálfur að hann væri gift- ur maður. Það var eigi að sjá, að barónsfrúin hefði minnstu hugmynd um þjáningarnar, sem hún olli förunaut sínum með sinni vin- gjarnlegu hreinskilni og opinskáu frásögn. Margir píslarvottar hafa eflaust þolað meiri líkamlegar þjáningar, en andlegar kvalir prófessorsins líktust þeirra, sem eru rétt við takmarkið að ná sinni eftirþráð- ustu ósk, en glettni örlaganna hamlar því að óskin verði uppfyllt. Þessi gönguför varð því langt frá því að vera prófessorn- um til hressingar. Hún þvert á móti jók á þunglyndi hans og hugarangur. Hann læsti sig því inni í herbergi sínu, þegar hann kom heim, og lét tilkynna frúnum, að hann væri lasinn og gæti því eigi orðið þeiiTar ánægju aðnjótandi að heimsækja þær um kvöldið. Honum leið mjög illa um nóttina og varð ekki svefnsamt. Um morguninn fór hann á kreik og mætti þá frúnum á morg- ungöngu þeirra. Barónsfrúin starði á hann óttaslegin, og það komu tár í augun á syst- ur hennar, sem hún reyndi þó að dylja- Hún gekk til prófessorsins nokkuð hik- andi, og leyndi sér eigi, að hún var á báð- um áttum, lagði höndina á handlegg hon- um og bað hann að koma með sér til að skoða nokkur sjaldgæf blóm, sem hún hefði fundið þar í nánd daginn áður. Jafnskjótt og þau voru komin afsíðis, fór hún feimn- islega, en þó með viðkvæmnislegri blíðn að biðja hann að fara varlega með sig» og gæta sem bezt heilsu sinnar. „Það mundi mjög hryggja systur mína og mág minn, ef þér yrðuð veikur hér, og mig‘„ bætti hún við í hálfum hljóðum í innilegum og mjúkum róm, og roðnaði við. Prófessorinn komst mjög við af þess- ari alúð og umhyggjusemi, og hann fann að þessi feimna og og óframfærna kona mundi hafa tekið það nærri sér að láta honum í ljósi jafn ástúðlega umhyggju og hluttekningu, og henni mundi þykja, að hún með þessu gæfi hinum ástfangna og þreklitla elskhuga undir fótinn, svo mikið sem mögulegt væri; svo að honum fannst það vera heilög skylda sín að segja þessan göfuglyndu og elskulegu konu satt og rétt um alla hagi sína. En þetta var hægra að hugsa en fram- væa, og hann fann til þess, hve saga hans var í raun og veru hlægileg. Hvernig mundi hún svo taka þessu, mundi hún einu sinm trúa honum. Og yrði það eigi til þess, að báðar systurnar fyrirlitu hann og forð- 90 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.