Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 21
ttiundi fá. En það lýsti sér allt annað í andliti þeirra en hann hafði átt von á. Þótt honum virtist saga sín fremur sorg- ui'efni, bæði fyrir hann eg ef til vill aðra, sá hann þó eigi annað en hæðnisglott á vörum barónsfrúarinnar og kýmnisgáska 1 hinum skæru augum hennar. Enginn sorgarsvipur var heldur sjáanlegur á hinni yndislegu ekkju. Hún var að vísu í nokk- Uvri geðshræringu og rauð út undir :eyru, en gleði og ánægja virtist miklu fremur skína úr augum hennar heldur en hið gagn- stæða, og prófessorinn virti hana fyrir sér uhdrandi. Hann hefði getað verið glaður af því að þessi frásögn hans virtist engin von- hrigði vekja hjá systrunum, en það urðu allt aðrar tilfinningar, sem gagntóku hann. ^onbrigði, lítillækkun og reiði við sjálfan s'g og hana, hina fögru ekkju, sem auðsætt Var nú, að hafði ætlað að draga hann á tálar. Allt þetta olli því, að hann fann til <%andi sársauka í brjósti sínu, og honum ^annst að hann þyrfti að fara, fara langt kurtu frá henni, sem var völd að hinum ^nikla sársauka og vonbrigðum. >,Og þér hafði aldrei síðar.heyrt neitt Urn aumingja konuna yðar,“ sagði baróns- Húin seint og síðar. ,,Hafið þér enga til- raun gert til þess að fá að vita eitthvað um hana?“ „Hvað gat ég gert? Jú, ég hef nokkr- Urn sinnum látið prenta auglýsingar í út- lendum blöðum, sem hún vel gat skilið af, að ég vildi fá að vita um hana, en allt varð árangurslaust." „Ó, þessir karlmenn," hrópaði baróns- Húin með gremjublandinni glettni. „Þarna HtiS þér þenna aumingja ungling, sem ekkert þekkir heiminn og lífið, flækjast einmana út í veröldina, og huggið yður að þér hafið þó sett nokkrar auglýs- luSar í blöðin, eins og hér væri um ein- kvern týndan hlut að ræða. Finnst yður þetta rétt?“ „Þér gleymið því, frú, að hún hefur ^EIMILISBLAÐIÐ strokið frá mér,“ svaraði prófessorinn með nokkurri gremju, „hefði hún ekki gert það, þá hefði ég tekið hana að mér eins og systur mína. Hún hefur sjálf kosið að lifa einmana og forðast mig — og hlýtur hún að hafa haft sínar ástæður til þess — þetta féll mér illa. En þessi aðferð henn- ar finnst mér hafa leyst mig af öllum skyldum við hana.“ „En hún er þó alltaf konan yðar,“ sagði barónsfrúin. „Það get ég nú varla kannast við. Ég var að vísu kúgaður til að giftast þessari konu með hótunum um bráðan dauða. En það er að öllu leyti óeðlilegt, og ætti eigi að hafa lagavernd, að þannig tilkomið hjónaband sé bindandi alla ævi. Og það er óréttlátt, að ég þurfi að vera bundinn við þessa manneskju, sem ég þekki enga vit- und, og mér er alveg sama um, og ég ef til vill hefði enga hluttekning fyrir eða gæti virt, þótt ég kynntist henni. Þá væri betra að deyja en að lifa í þeim kringum- stæðum, þótt ég væri svo þreklaus að kjósa heldur líf en komast í þær.“ „En hefur þetta óhamingjusama barn komið svo fram við yður eða hegðað sér svo, að hún verðskuli svona harðan dóm?“ sagði barónsfrúin. „Að vísu ekki, ég þekki hana ekkert, eins og ég sagði yður, og get því enga hug- mynd gert mér um hana. En það litla, sem ég veit um hana, hefur fremur vakið hlýj- ar tilfinningar til hennar, en að vísu var ég þá undir áhrifum þess, að ég hafði með- aumkun með henni. Bara hún hefði ekki strokið frá mér, mundi allt hafa lagast fyrir okkur á þann hátt, að við hefðum getað skilið að lögum. Það hefði nú ef til vill ekki þótt mikill ávinningur fyrir hana, því að hún var veik og víst mjög heilsu- laus, og er nú að líkindum dáin fyrir nokkru.“ „En væri hún nú samt á lífi og kæmi nú inn til okkar heilbrigð með æskuþrótt og yndisleik, og af náttúrunnar útbúin 93

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.