Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 16
auðvitað voru margir hér um borð sem vissu, hversu vel stæður hann var. Hann var ekki í minnsta efa um það, að hún elskaði hann, og þó hikaði hún við að viðurkenna það. Sancérre var ákveð- inn í því að reyna til þrautar, hversu fast- ákveðin hún væri í því að halda tryggð sið gamlan eiginmann, sem henni þætti ekkert vænt um . . . Hann ákvað að sannreyna þetta áður en skipið kæmi til Marseille, og hann reynd að hughreysta sig við þessa ákvörð- un, enda þótt sérhvert sólarlag minnti hann á einskonar endalok og færði honum aukna innri óró. Svo reyndi hann að minna sjálfan sig á það að njóta sér- hverrar stundar á meðan færi gæfist, án þess að láta áhyggjur morgundagsins eyði- leggja fyrir sér; björtu stundimar í líf- inu væru hvort sem, er ekki svo ýkjamarg- ar; en þetta tókst honum þó ekki til fulls, því að hann sá, að einnig hún var áhyggju- full. Undanfarin dægur hafði hún hvað eft- ir annað verið svo þreytuleg, og hvað eftir annað var engu líkara en hún léti löngu augnahárin sín hylja tár, sem vildi brjótast fram . .. Hægt og tignarlega skreið Augst-Pavie gegnum Súez-skurðinn, þar sem hvað eft- ir annað var numið staðar til að hleypa skipum framhjá, sem voru að fara í gagn- stæða átt. Dag nokkurn, þegar skipið lá í höfn í Port Said til þess að ferma kol, gengu bau Phyllis og Sancérre í arm um götur borgarinnar. Þá nam hann skyndilega staðar og mælti ákveðinn: „Eg get ekki lifað lengur í þessum vafa. Svarið mér hreint út: Já eða nei.“ „Ég lofa því, að á morgun skal ég gefa yður ákveðið svar.“ Hún leit á hann, og það var svo mikil ró og blíða í svip hennar, að hann varð næstum fullkomlega rólegur. „Ef þér bara vissuð . . .“ sagði hún lágt, „þá mynduð þér skilja, hversu heitt ég elska yður.“ Morguninn eftir . . . þegar skipið var komið vænan spöl út á Miðjarðarhaf • • • afhenti skipsþernan Sancérre bréf • • • kveðjubréf. Unga konan hafði orðið eftii' í Egyptalandi, án þess að gefa á því nán- ari skýringu. 1 marga mánuði reyndi hann að hafa upp á henni, en það eina sem honum. tókst að komast að raun um var það, að hún hafði gefið honum upp falskt nafn. Það var nefnilega ekki til neinn eftirlunahers- höfðingi með nafninu McPehrson, hvorki í hinum indverska né hinum brezka her; og enginn með þessu nafni átti heldur höll í Yorkshire eða annars staðar í Englandi. Enginn þekkti til þessarar glæsilegu konu, sem hann elskaði heitar en nokkuð annað á jarðríki. Engu að síður blaðaði hann daglega í öllum Lundúna-blöðunum í von um, að hún myndi senda frá sér eitthvert lífs- mark. Og lífsmarkið kom einn góðan veðui’- dag, enda þótt það væri með öðrum hætti en hann hafði vænzt. Af forsíðu eins bláðs- ins blöstu við hin fögru augu Phyllis, en það var líka það eina fallega sem við blasti- í textanum stóð, að hið rétta nafn hennai' væri Phyllis Morton, og að kvöldið áðui' hefði hún verið handtekin í Southamptou þar sem hún hafði verið að fara um boi’ð í skip á leið til Suður-Ameríku. Sérgreiu hennar var nefnilega að koma sér í kunn- ingsskap við ríka farþega, sem, samstarfs- menn hennar sáu um að brjótast inn hja — í káeturnar þeirra — og ræna frá, a meðan hún sjálf væri í slagtogi með við- komandi auðmönnum. Þreytulega lét San- cérre blaðið síga. Honum var Ijóst, að uieð því að flýja frá einhverju ríkasta fórnar- lambi sínu — án þess að hafa látið ræna frá honum — hafði hún sýnt, að húu elskaði hann hinni heitu og sönnu ást —^ seín enginn auðsýnir nema einu sinni 1 lífinu. 88 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.