Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 23
einn af hótelsþjónunum til að grennslast eftir, hvort yngri systirin væri mikið veik, en fékk þau boð aftur frá þjónustustúlku beirra, að frúrnar væru ekki viðlátnar. Uni morguninn reyndi hann eins vel og hann gat að fjarlægja áhrifin, sem þessi þjáningafulla vökunótt hafði haft á útlit hnns. Hann fór í bað og klæddi sig í ný föt, settist síðan að morgunverði og reyndi að hressa sig á hinum Ijúffengu rétt.um, þótt matarlystin væri lítil. Eftir morgun- verðinn sá hann ekkert til þeirra systra í skemmtigarðinum, þar sem þær voru þó vanar að vera um það leyti á morgnana. ffann skundaði því til herbergja þeirra sjálfur og gerði boð fyrir barónsfrúna, en hún gerði honum afsökunarboð að hún gæti eigi talað við hann, því hún mætti eigi fara frá systur sinni, og við þetta sat þar til síðari hluta dagsins, þá fór hann i annað sinn að leita eftir að ná fundi hennar, en allt fór á sömu leið. Hann sá 1 fremra herberginu töskur og ferðaskrín- Ur. sem búið var að taka fram, og mátti af því marka, að þær systur byggjust til bi’ottferðar, enda var þjónustustúlkan að iáta dót ofan í sumar þeirra. Og hún sagði honum að maður frúarinnar væri vænt- anlegur að sækja þær, honum hefði verið Sent símskeyti þá um morguninn. Þarna fékk hann svar upp á sína hrein- skilnu játningu. Lússía skoðaði hann sem ^vsentan mann, og hugsaði eigi um annað en flýja hann. Slíkan endi mátti þetta mál eigi fá. Hún Varð að fá að vita, að hann unni henni hugástum, og án hennar væri hann ham- ^gjulaus maður. Það kviknaði í brjósti hans von um, að ekki væri ómögulegt, að hann gæti losað af sér hjúskaparfjötrana, um það, að geta fengið Lússíu fyrir þ°nu; þeirri von vildi hann eigi sleppa ÍVrr en hann væri árangurslaust búinn að reyna til þrautar að losa sig. Hann sneri aftur til herbergja sinna, Settist við skrifborðið og ritaði brennandi ^EIMILISBLAÐIÐ ástarbréf, talaði um ást sína til Lússíu, og hann mundi einskis láta ófreistað til að losa sig, til þess að geta boðið henni hönd sína og hjarta. Hann talaði um sorg- lega einveru, og að lífið þá yrði sér óbæri- legt, og bar síðan fram þá bæn og ósk að mega tala við þær systur. Svarið kom von bráðar aftur, að baróns- frúin biði hans, og hann fór þegar á fund hennar með mikilli geðshræringu. Hann varð að styðja sig við stólbrík, meðan her- bergisþernan tilkynnti komu hans. Barónsfrúin lét ekki lengi bíða eftir sér. Prófessorinn sá þegar, að þessi glaðlega kona var mjög alvarleg, hnuggin og þreytu- leg. „Hvernig líður henni systur yðar?“ stamaði hann. Frúin svaraði með dauflegu brosi: „Hún er miklu betri. Eg held að engin hætta sé á ferðum.“ Svo þagði hún litla stund fremur vand- ræðaleg, en tók svo til máls: „Hreinskilni yðar neyðir okkur til að sýna sömu hreinskilni. Það væri órétt gagnvart yður að þegja lengur um leynd- armál systur minnar, og Lússía óskar þess, að þér fáið að vita það. En þér megið ekki gleyma því, að þetta er fullkomið leynd- armál, sem henni og okkur hjónum er við- kvæmt, og að við segjum yður það, af því við treystum göfuglyndi yðar fullkom- lega.“ Svo þagnaði hún enn vandræðalegri en áður, en herti þó upp hugann og sagði: „Systir m.ín er ekki ekkja, maðurinn hennar lifir, en hann er því miður skilinn við hana.“ Walter varð náfölur, hann hafði eigi bú- izt við þessum tíðindum. „Þegar systin mín giftist," hélt baróns- frúin áfram í lágum róm, „var hún stödd á Italíu hjá föður sínum, og þér vitið að þar vaða sum ár uppi ræningjar og óbóta- menn. Hjónavígslan fór fram úti á landi, en naumast var þeirri athöfn lokið, fyrr 9 5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.