Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 32
Við. sem vinnum eldhússtörfin Þeir, sem eru þunglyndir og fram- kvæmdalausir í skammdeginu, ættu að nota tækfærið núna og bjóða þeim vinum og kunningjum heim, sem aldrei komu í vetur. -T-bone (nautakotlettur) með bökuðum kartöflum. 4 T-bone (þykkar eða þunnar eftir smekk, salt, nýmalaður pipar, smjör, 100 gr. smjör, út í þaS er hrærð söxuð steinselja, og hvítlaukssalt eftir smekk, 4 stórar kartöflur, 4 msk. creme fraiche. Kartöflurnar taka lengstan tíma. Þær eru skrúbbaðar vel hreinar og eru bakaðar í ofni í ca 50 mín. Um ieið og þær eru born- ar fram er skorið í þær í kross og fylltar með cerme fraiche. Smjörið er einnig út- búið: smjörinu, steinseljunni og hvítlauks- saltinu er blandað saman og búin til rúlla sem er látin í kæli. Steikið svo krydduðu kóteletturnar í brúnuðu smjöri á pönnunni í 4—5 mín. á hvorri hlið. Síðan er hægt að halda þeim heitum með því að pakka hverri fyrir sig inn í álpappír. Rétt áður en þessi réttur er borinn fram er skornar sneiðar af stein- seljusmjörinu og þær látnar ofan á heitar kóteletturnar. Borðaðar með bökuðu kart- öflunum. Mörbrad með rosmarin og sevppum. 2 svlnamörbrad, 1 tsk. salt, 1% tsk plpar, smjör. Sósa úr: 2—3 msk. smörl, 1 dl vatnl, 2 dl rjómi, 1 glas sveppir, þunnar sneiðar af sítrónu, % tsk rosmaxin Skerið sinar og himnur frá og sneiðið mör- bradin í þykkar sneiðar sem eru flattar svolítið út með hendinni og kryddið með satli og pipar. Þær eru vel brúnaðar í smjöri á pönnu og eru síðan lagðar á eld- fast fat. Brúnið síðan smjör á pönnunm og látið síðan út í það sem annars á að vera í sósunni og sjóðið í nokkrar mín- útur. Hellið yfir mörbradin og látið hitna vel í gegn í ofninum. Borið fram með kart- öflustöppu. Ostagratineraður timiankjúklingur. Það er hægt að kaupa frosna sundur- skorna kjúklinga, læri og brjóst, eða mað- ur getur sjálfur skipt þeim. Þar að auki þarf smjör, salt, pipar, U—1 tsk þurrkað timian, 1 hakkaður laukur, 1 dós tómatar, ca 1 dl rifinn ostur, ofurlítið smjör. Fyrst eru kjúklingastykkin brúnuð og steikt hálfmeir með salti og pipar. Síðan eru þau lögð í ofnfast fat, timian sáldrað yfir og sömuleiðis saxaður laukur og dósa- tómatarnir settir út í (kannski ekki allt soðið). Ostunum er sáldrað og smjörklíp' ur settar hér og þar. Rétturinn verður góð- ur af því að vera dálítinn tíma í ofninum, fyrst með hálfþéttu laki eða álpappír yfir í ca klst. við 200° hita, síðan loklaust síðustu mínúturnar þangað til osturinn eV gullinbrúnn. Borðið spaghetti eða bara sal- at og fransbrauð með. Rijsttaffel. 6 dl vatn, 2 tsk salt, 3 dl hrísgrjón. Sjóðið hrísgrjónin við hægan hita og þéttu loki yfir pottinum í ca 15 mín. Þá er hægt að setja hrísgrjónin í ofn við lítinn hita þannig að þau verði vel þurr. Það er gott að hrær í þeim annað slagið með gaffli- 2—3 svmabörbrad. Smjör, salt, pipar, 1—2 tsk karrý, H E I M I L I S B L A Ð I Ð 104

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.