Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 11
tojög efnaður. Að hugsa sér, — hann ekur °kkur heim í hvert skipti sem hann fer út ttieð okkur. 1 gær borgaði hann meira en tuttugu og fimm franka fyrir kökurnar og kaffið ...“ Huguette starði hugsi fram fyrir sig og sagði: „Faðir hans hefur mjög góða stöðu, en hann á bróður og tvær systur, og sjálf- ui’ hefur hann ekki mikil laun í bankan- llm þar sem hann starfar." „Hefurðu tekið eftir fallega sígarettu- vestkinu hans og gullpennanum ?“ sagði Lé- °uie. „Hann hlýtur að vera ríkur.“ Huguette dáðist að André, og henni fannst mikið til um það að fara út með svona glæsilegum og viðkunnanlegum ung- Ulu. manni.------ Svo leið að jólum, og Huguette var oft ^úin að láta í það skína, að hana lang- aði til að iegnast fallegt armbandsúr. André virti hina ungu benrskuvinkonu sína blíðlega fyrir sér; nú var hún orðin Húlvaxin og falleg stúlka. Hann dáðist að starfslöngun hennar og góðu skapi — hún hafði þó alizt upp við betri kjör og ekki búizt við því forðum daga, að hún þyrfti að vinna fyrir sér. Svo var það eitt kvöldið, þegar André sá Huguette koma út úr verzluninni, að kann hrópaði upp: „Hugsið yður, Huguette litla, að fyrir andartaki hitti ég jólasveininn — og hann afhenti mér þennan pakka til yðar. En þar sem ég þarf að snæða kvöldverð hjá ÚRimu minni í kvöld, get ég ekki verið lengi ^eð yður núna, en fæ þó vonandi að fylgja yður heim á leið.“ Þegar þau voru stigin upp í vagninn, °Pnaði Huguette litla pakkann, er hann kafði rétt henni; í honum var forkunnar- fagurt armbandsúr. „Ö, André, þetta er alltof fínt fyrir *Pig! . . . Hvernig getur yður dottið í hug E I M I L I S B L A Ð I Ð að gefa mér svona stórfenglega gjöf!‘“ hrópaði hún og ljómaði af gleði. André svaraði hinn ánægðasti: „Það gleður mig, ef ég hef valið eftir yð,ar smekk, Huguette. Ef yður langar til, þá getum við máski skroppið í Marc- aeu-bíóið á morgun, þar sem sýnd er mynd sem ég veit að að yður langar til að sjá, hm ?“ Kvöldið daginn eftir, þegar þau Hugu- ette og André sátu í bíóinu, sagði hún allt 1 einu: „Viljið þér ekki lána mér sjálfblekung- inn yðar, André, svo ég geti skrifað hjá mér prógrammið daginn, sem mér var gerið þetta fallega armbandsúr.“ André roðnaði og stamaði upp: „Ég . . ég er ekki lengur með pennann . . Ég hlýt að hafa týnt honum ... eða gleymt honum einhversstaðar . .. “ Þegar þau gengu út úr bíóinu, dró hann sígarettupakka upp úr vasanum. Hugette elti undrandi á hann og spurði: „Hvers vegna ertu ekki með sígarettu- veskið þitt?“ André brosti og svaraði: „Eg hef ekki notað það lengi ... Mér fannst það óþarfi . . . Ég losaði mig við það.“ Huguette þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda, sem nú skaut upp í kolli hennar. Hafði André selt bæði gullpennann sinn og sígarettuveskið, til þess að geta boðið henni á dýru veitingahúsin og bílferð- irnar? „Hvers vegna ertu svona hugsi, Hugu- ette litla?“ spurði André með blíðri röddu. „Hvar finnst yður að við ættum að drekka teið ?“ Huguette leit beint í augu honum; hún vildi fá að vita sannleikann, og rödd henn- ar skalf þegar hún sagði : „Segið mér satt, André; hvers vegna hafið þér selt dýrgripina yðar-“ Það þyrmdi yfir svip André, sem áður hafði verið svo bjartur og glaðlegur. En 83

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.