Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 16

Heimilisblaðið - 01.09.1977, Qupperneq 16
/ var þannig skapi farinn, að hann mundi gera alvöru úr hótuninni, og' nú ákvað hún að láta hestinn gera eins og hann gæti. En hún gat ekki gert Bláfót að flug- vél, og þegar hún leit um öxl, sá hú Joe Shriner koma upp hæðina berjandi fóta- stokkinn og á eftir allan hópinn á harða stökki. Eftir eitt augnablik mundu þeir byrja að skjóta. Þá heyrði hún Benn kalla með hásri og stynjandi röddu: „Snúðu niður að limgirðingunni, Sylvía. Bláfótur getur stokkið. Hann getur stokk- ið yfir, ef hann þorir það í þessu mvrkri. Ertu hrædd? Þorir þú það, Sylvía?“ Hún hlýddi og sneri til visttri. Þau höfðu riðið snarbrattan fjallsrana, og fvrir framan þau var brekka, sem endaði með kjarri og runnum, þar næst var blettur með limgirðingu allt í kring og svo afgirt svæði með gaddavírsgirðingu. Það var geysilegt hættuspil, að ætla yfir þetta í næturmyrkrinu. En til allrar hamingju var gaddavírinn strengdur á gilda rafta, svo að Bláfótur átti að geta séð þetta nógu snemma. Einhvers konar örvæntingar-hugrekki var komið í Sylvíu. Þessi villti flótti hafði komið blóðinu til að fossa í æðum henn- ar, og hugsunin um, að um væri að tefla líf Benn Plummers, kom henni til að leggja út í hvaða hættu sem væri. „Hvemig er þinn hestur?“ spurði hún. „Það er ekki hestur, það er flugvél,“ sagði Benn Plummer móður. „Það er Cap- tain.“ Nú m.undi hún það. Þetta var Captain. Hún gat ekki á sér setið að skotra til hans augunum, jafnvel á þessari stundu ang- istar og hræðslu gat hún ekki annað en dáðst að léttleika og fegurð hans í öllum hreyfingum. En Bláfótur, hvemig skyldi honum takast. „Komdu, komdu!“ sagði hún hvetjandi. Svo þutu þau niður brekkuna eins og hvirf- ilbylur, í áttina til limgirðingarinnar. Það lá ekki vel á Bláfæti. Hann hægði á, þegar hann sá girðingarnar, en sá sam- stundis, að hraðinn var of mikill til að stöðvast. Svo stökk hann. Árangurinn varð sá, að hann sló með hófinum í tréspíru og braut hana í sundur, eins og það væri eldspýta. Hann reigði sig í stökkinu og setti hausinn aftur. Hann var, eins og sagt er, bálvondur. Það var ekki unga stúlkan, sem hann var illur út í, þótt hún hefði sífellt notað á hann svipu og spora nei, hann var reiður við tréð, sem hann hafði rekið löppina í. Er hann kom niður, hent- ist hann upp aftur alveg eins og bolti- Sylvía varð að ríghalda sér, til að hanga á baki. Það var óskiljanlegt. hvernig dýr með annan eins líkamsþunga gat stokkið svona. Alveg við nefið á þeim var önnur girð- ing. Stökkið vfir fyrri girðinguna hafði með ofssa hraða af reiðinni niður brekk- una komið þeim inn í miðja girðinguna. Captain frýsaði meira að segja um leið og hann stökk, en kom samt mjúklega niðui' og tölti áfram. Þá var það Bláfótur. Hann vaggaði sér fram og aftur, eins og væri verið að draga upp fjöður, teygði úr langa hálsinum sín- um, og svo stökk hann. Krafturinn vai' svo mikill, að Sylvíu fannst hún alveg fara upp í skýin. Á meðan hann sveif í loft- inu, rak hann fótinn í einn raftinn og sveif svo niðui' í falíegum boga. Alveg á hæla honum kom sá fyrsti af þeim, sem eltu. Hún sá hann fljúga yfit fyrri girðinguna, en við þá næstu heyrð- ist brag og brestir, og maður og hestur duttu niður. Um leið hljóp skot úr skamiU' byssunni, sem reiðmaðurinn hafði í hend- inni. Það var Cachrane, sem féll. Hópurinn á eftir, sem sá hann detta, sneri til vinstri til að reyna að finna hl$ að komast í gegn um, meðan SkugginU lá í hálfgerðu roti, svo raknaði hann við, reis á fætur og riðaði á fótunum. ógurleg örvænting greip hann. HanU varð að halda áfram. Hann varð að ná þeim, hvað sem það kostaði. Hann vaf HEIMlLISBLAÐlP 160

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.