Heimir - 24.12.1904, Page 6

Heimir - 24.12.1904, Page 6
i í 8 H E I M I R II. Epla-Síza haíði lagt sig fram. Angandi steikara og matar iykt lagöi að vitum múrarans og vikakarlsins. Þurka var í staö dúks á litla borðinu milli glugganna. Rúin og fjórir stólar voru þar inni, og þá eru talin húsgögnin. Þrjár steiktar síldar reykt- ar, þrjár flögur af steiktu fleski og drjúgur skammtur af hveiti- graut í rauðri leirskál sendu gufustróka út um stofuna. Tvö tólgarkerti loguðu þar, annað stutt í háum stjaka, hitt langt í lágum stjaka. Síza hafði skreytt stofuna með tíglum af ýnriskon- ar veggfóðri svo kalkveggirnir voru allir röndóttir og skjöldóttir. Hér er fínt, Kosvizk," sagði Glott-Jens.— „Þetta er sann- heilagt kvöld", sagði Kosciuzko, sem ekkert grunaði, hvað Jens sagði. Hann spennti greipar hátíðlega. Sízabauð þeim til sætis. Þau átu steinþegjandi. Jens dróg brennivínsfiösku en múrarinn ölflösku upp úr vösum sínum og buðu Sízu aö bragða á, en hún sagði; „Nei, á svona háheilagri nóttu haga menn sér kurteis- lega," tók síðan staup og ölglas,- það eina er hún átti,- út úr hengiskáp, og svo gengu glösin í kring. Þarna gat að líta þrjú gömul hrukkótt andlit, í daufri ljós- glætunni, önnum kafinn með hálf tannlausum kjálkum, annað siagið deplandi augunum hvert framan í annað; Jens allt af glottandi, Kosciuzko sífelt með djúpri alvöru, Síza livorki þetta né hitt, en n:eð blíðri ró yfir snjóhvítum hárunurn undir húfunni og kringum hinn kyrláta litla inunn. Þegar inatvörurnar voru etnar til agna, og þau voru búin að hýsa þó nokkurn hluta af drykkjarvörununr, sátu þau og horföu hvert framan í annað. Svo segir Síza við Kosciuzko: .,Það er merkilegt, að þú skuli geta veriö að slíta þér í þessu, Kosvizk."— „Það er barnalegt af þér, Síza, að vera að tala við hann, þvf Kosvizk er sljór eins og þú veizt, og getur ekKert heyrt," sagði Jens. Svo varð allt þögult aftur. Þreytan fór að gjöra vart við sig hjá þessum slitnu, gömlu ræflum, og brátt tók þau að syfja. Þau geispuðu ófeimin bvert í kapp við annað svo glumdi í þeim. Fyrst hraut múrarinn, svo vikakarlinn. Síza sat um stund og horfði á þá, steinsofnaði svo líka, vaknaði við að hún kinkaði kolli, hugsaði sig dálítið uin, fór síðan að hátta, slökkti annað

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.