Heimir - 24.12.1904, Síða 16
128
H E I M I R
og bezt væri bernskunni’ aö leyna
í dalnum. — Svo frumtekjan fyrsta var misst
í faraldri hversdagslífs meina,
sem moldartök mannlífi treina;
unz færöu mig meinhyrndu atvikin yzt
frá unaösstöö listfengra sveina,
— í deyföarmók daglegra meina.
En fiúrlist mín týndist sem tignandi list. «
—Við tré eöa dúk eða steina
mér lízt hana’ ei lengur aö reyna. —
Já, svo er þeim fátæka’ iö fegursta misst,
þá fjaðrir hann vantar, svo losist úr vist.
— I vinnumannsfötum má veina
sú vorþráin einal—
Gleypa gullskálar
ginndjúpir álar,
en örlögin æöstu þrá sálar.—
Mig langaöi’ að mála’ allan lifenda her
og ljósskifti mannlegrar sálar,—
en lífiö, það lék mig á tálar;
því bernskan í vonljósi brautirnar sér,
sem bíða oss framundan hálar;
— þá fjallvegi’ hún fegursta málar. —
En stríðheimur lífsins er stirfinn og þver, - -
oss stinga hans eitruðu nálar,
er höndin við hlutina rjálar.
Og breyting er allt.—Einnig burstinn minn er
nú breyttur í orö, sem að málar
úr ljósgeislum ljúflingsóð sálar. —
En ú t f 1 ú r i ð bernskunnar andi minn sér
í allskonar draumhilling, hvar sem eg fer.
Það ljúfustu liljurnar málar
á ljóöhimni sálar.
Þorsteinn Þ. Þorstéinsson.