Heimir - 24.12.1904, Síða 17
H E I M I R
129
Theodore Parker.
Theodore Parker var fæddur 24. ágúst í Lexington í Massa-
cliusetts ríkinu áriö 1818. Fæöingarbær hans er þorp eitt lítið
skarnrnt vestur af Boston, og er aðallega frægt fyrir að vera sá
staöur, sem frelsisstrrð Bandaríkjanna hófst frá 1775.
Parker var kominn af einni
elztu og k^msælustu ættinni þar í
landi; langfaðir hans hafði flutzt
þangaö árið 1635. Þar bjuggu
þeir Parker-arnir mann fram af
manni, og áttu jafnan góöan þátt
í öllum þeim málum, er nýlendu-
mönnum stóð heill og hagur af.—
Margir höfðu þeir veriö hermenn
og nokkrir hershöföingjar. Þann-
ig voru tveir afabræöur Parkers
í franska stríðinu (1754—'63), er
Englendingar og Frakkar háöu
um yfirráö Canada, Og afi Parkers, Jón Parker, var sá, er
stýrði bændafiokknum, er háöi fyrstu orustuna í frelsisstríöinu;
og eftir honum eru orðin höfð, er síðar urðu fræg, „Fyrst þaö á
aö kosta strfö, þá látum þaö byrja hér."
Theodore Parker var yngstur ellefu systkina, hiö elzta var
25 ára, er hann fæddist, og hið yngsta 5 vetra. Foreldrar hans
voru mjög fátæk, og ólst hann upp hjá þeim, þar til hann var
nærri fulloröinn. Sökuin þess aö hann var yngsta barnið og var
svo lengi í heirnahúsum, varö hann eftirlæti þeirra; enda minnt-
ist hann þess oft á sínum seinni árum, hversu þau hefði veriö
sér ástrík og góö. í ræöu, er hann fiutti 1844, segir hann: „þaö-
an eru mörgum manni hans beztu fræöi komin, er hún, sem nú
er gengin til hvíldar, lagöi hendur sínar í höfuö honum og bless-
aði yfir hann og vakti hjá honum meövitundina um guö, um
réttlætið og samvizkuna, og beindi huga hans til hæöa." Móöir
hans var mjög trúrík kona og samvizkusöm. Hið púrítaniska
lyndiseinkenni var mjög sterkt hjá henni. Aftur á móti var faðir