Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 20

Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 20
132 H E I M I R skildi hana, þess óeölilegri, ósamkvæmnari og meira fráhrind- andi virtist mér hún allri naannlegri sanngirni og viti." Parker hneigöist nú mjög aö frjálslyndi í öllum efnnm, og kom þaf> brátt í ljós, er hann kom í gnðfræóisskólann. Ariö 1834 byrjaöi hann þar nám, og innritaðist í annan bekk. Sam- bekkingar hans voru nokkrir, er síöar hafa oröiö stórfrægir, svo sem Samuel P. Andrews, John S. Wright og Geo. E. Ellis, sagnaritarinn. Kennarar hans voru þeir Palfrey, And. Norton og Dr. Ware,— miklir fræöimenn og frumherjar hinnar „hærri kritikar" í amerísku skólunnm. Efasemdir ótal risu þegar strax í huga hans um gildi ýmissa skoöan, er þá voru í heiöri haföar, líkt og „óskeikulleik kyrkju- feöranna" o. sv. frv. I bréfi til vinar síns segir hann meöal annars um Jerome:— „hann unni áliti sínu miklu meir en sannleikanum, og hefir ver- iö í hæsta máta hjátrúarfullur". Um Agústinus segir hann: — „hann var orsök í fleiri villum meiplegum og öfgafullum innan kyrkjunnar en nokkur annar maður. Sumar kenningar hans ganga beint móti öllu viti og ærlegheitum. Eg er þreyttur í hug og hjarta á þessum endalausu langlokum þeirra. Og stærsta sönnunin um myrkur miðaldanna er átrúnaöur sá og tilbeiösla, er þessum lokleysingjum var sýnd." Vorið 1836 útskrifaðist hann frá prestaskólanum með bezta vitnisburði, og valdi hann sér þá fyrir umræðuefni í burtfarar- ræðu þeirri, er hann hélt, „sögu Gnostíkanna" — vantrúarflokks innan kyrkjunnar á fyrstu öldum kristninnar. Ár hans í Cambridge voru annríkistímar. Hann lagði fyrir sig tungumál auk þeirra námsg'reina, er hann var skyldaður til að taka. Áöur en þangaö kom haföi hann komist allvel niöur í þýzku, og grísku Og latínu kunni hann þá. En nú las hann he- bresku, kaldeisku, arabisku og sýrlenzku. Auk þess lagði hann sig eftir Norðurlandamálunum og íslenzku. Og átti hann nokk- rar íslenzkar bækur, er síöar hafa orðiö eign almennu bókahlöö- unnar í Boston. Þá samsumars byrjaði hann að þýða hiö fyrsta ritverk, er út kom eftir hann. Það var ein af þeim allra fyrstu „hærri kri-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.