Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 21

Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 21
H E I M I R 133 tíkar" bókuin, þýskum, um gamla testamentiS. (De Wette:— „Einlcitung in d. alte Testam.") En þetta ár var viðburðaríkt ár í trúarbragðaheiminum enska. Þá voru rétt að byrja hinar miklu trúarbragðadeilur, er stóðu yfir í fjórðung aldar. R. Waldo Emerson er þá var prest- ur í Hannover Street Unitarakyrkjunni í Boston sagði þá af sér vegna þess, að hann sagðist ekki geta með neinni samvizku tek- ið fólk til altaris, er þá var almennt gjört innan þeirrar kyrkju, vegna þess hann tryði ekki á þá athöfn, og sig hryllti við hugs- uninni, er þar lægi til grundvallar. Parker var ekki seinn að fallast á þessar skoðanir Emersons, og kom honum það í koll þá sein unguin og óreyndum manni. Hann var hataður af þrenningarmönnum, og floi<ksbræður hans höfðu á honum stór- an óhug. Brátt harðnaði rimman milli lians og þeirra, og vorið eftir, 1837 þegar Parker loks fékk köllun frá Roxbury söfnuðinum fyr- ir sunnan Boston, var komið í fullan fjandskap rniili hans og margra í Unitara kyrkjufélaginu. Þó voru þaö helzt hinir eldri prestar félagsins, er þótti hann of ,,radikal". En um þetta leyti kvongaðist hann og segir þá í bréfi til viuar síns, aö sér gjöri nú ekkert til, hvernig orþodoxían í Boston, trínitariska eða unitar- iska, beri sig út. Nú eigi hann heimili og förunaut, sem bæti sér upp allan þann vinamissi, er hann geti beðið vegna skoöana sinna. Þaö, sem Parker og Unitörum bar aðallega á milli, var það, að hann vildi ekki láta'loka dyrunum fyrir neinum rannsóknum, hvert sem þær leiddi, því þeir hefði ekkert að óttast svo lengi, sem sannleikurinn væri ekki genginn á bug. En þeir stóðu líkt og nýja orþodoxían nú. Þeir vildu opna dyrnar til hálfs og ekki ineira. Og það var eitt, er Dr. Channing barðist hvaö mest á inóti síðustu ár æfi sinnar, að Unitariskan yrði gjörð að orþo- doxíu „hálfu verri hinni fyrri, er þeir höfðu þegar yfirgefið." Deilan milli Parkers og Unitara presta stefnunnar stóð yfir mörg ár, en það fór þó svo, að hann kom út úr henni sigri hrós- andi. Það urðu allt af fleiri og og fleiri, er litu eins á málin og hann. Það urðu brátt fleiri en „Emerson, Parker «S: Co." eins og þeir voru nefndir í háði af mótstööuflokknuin, er mótmæltu

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.