Heimir - 24.12.1904, Side 24

Heimir - 24.12.1904, Side 24
136 H E I M I R Dr. Charles William Eliot. Dr. Charles William Eliot, forseti Harvard háskólans er fæddur í Boston í Massachusetts 20. marz áriö 1834. Hann er kominn af einni elztu ættinni og merkustu þar í landi. Lang- feðgar hans allir, hver fram af öðrum, voru hámentaðir menn, og hafa jafnan staðið framarla í kyrkju og menntamálum lands- ins. Það var á landnámstíð nýja Englands, að einn Eliotanna sneri biblíunni yfir á mállísku Indiánaflokks þess, er fyr meir bjó þar í landi, og er sú þýðing næstum þær einu menjar alls þess mikla tungumála bálks villimanna, er bjuggu í Austur- ríkjunum. Charles W. Eliot var mjög snemma settur til náms, og 19 ára gamall útskrifaðist hann frá Harvard, árið 1833. Síðan hef- ir hann verið sæmdur doktors- nafnbót af ýmsum háskólum, enskum og amerískum. í fjögur ár, 1854—’58, var hann undirkennari í stærðfræði og efnafræði við háskólann, og frá 1858—63 var hann aðstoðar- professor í sömu greinum. Um þetta leyti kvongaðist hann, og tók þá köllun frá Mass. Institute of Technology sem professor í efnafræði (analytic Chemistry). Við þann skóla kenndi hann þar til 1869, að forsetasæti Harvard háskólans var autt, og hon- um var boðið að taka það. Því embætti hefir hann haldið síðan. Fyrst framan af mætti hann megnri mótspyrnu frá hálfu samverkamanna sinna. Sumpart var það af öfundsýki, sumpart vegna þess, að þeir undu illa breytingum þeim, er gjörðar voru þá á stjórn skólans. Um leið og Eliot var skipaður forseti, voru allar deildir háskólans sameinaðar undir eina yfirstjórn, er hann var forseti yfir. Áður hafði það verið þannig, að forsetinn hafði

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.