Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 27

Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 27
H E I M I R 139 eldis og uppfræöslumálum, var þess mjög hvetjandi, að hann gjöröist prestur í Unitara kyrkjunni. Enda var yngri Eliot mjög vel til þess kjörinn, eins og seinni tíöin hefir sýnt. Árið 1889 var honum veitt „Master of Arts" nafnbót há- skólans, og hafði hann þá lokiö skólanámi nokkru áður. Voriö 1900 var hann sæmdur doctorsnafnbót Bowdoin háskólans. Strax og hann hafði lokiö námi, tók hann vígslu í Boston og gjöröist missións prestur hins Aineríska Unitara félags. í því umboöi fór hann vestur á Kyrra- hafs strönd. Hann settist aö í Se- attle Wash. og stofnaði unitar- iska söfnuöinn, sem þar er. Þar var hann í 3 ár og fór aftur og fram um ríkið í missións erindum. Fyrir dugnaö hans og frændfólks hans, er þar var fyrir, risu upp blómlegir söfnuðir til og frá með- fram ströndinni. 1889—'93 var hann þjónandi prestur við kyrkju Unitara í Denver Colorado, en þá fluttist hann til Brooklyn N. Y. og þjónaði þar í 5 ár, til 1898. Það vor var hann kjörinn skrifari Unitarafélagsins ameríska því þaö þótti enginn líklegri en hann, að taka við stöðu þeirri eftir mann þann, er þá var nýlátinn;— séra T. B. Forbush, þess er studdi séra Björn heitinn Pétursson og séra Magn. J. Skafta- son að myndun Unitara safnaðanna í Winnipeg og á Ginili.— Þá fylgdi og eftir skrifarastöðunni margfalt meira verk og ábyrgð en nú er. Meðan Dr. Eliot sinnti skrifarastörfunum, var Dr. Caroll D. Wright forseti félagsins. Þeir unnu með miklu fjöri og dugnaði að útbreiðslu kyrkjumálanna, og á tveimur árum hafði verksvið félagsins vaxið fullan helming. Vorið 1900 sagði Dr. C. D. Wright af sér forsetastöðunni á 75' ára afmælishátíð félagsins og lagði til, að breyting yrði gjörð á stjórnarfyrirkomulaginu. Bæði var það, að hann gat ekki ann- ast það verk áfram, þar sem hann hafði þá fyrir nokkru verið

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.