Heimir - 01.10.1905, Síða 6
230
H E I M I R
Var þá uppihald um stund á prestþjónustu Unitara, og
messaö aö eins endrurn og eins, og lítinn hluta á sumrin 1900—
1901. Um miðsumarsleytiö 1902 tók séra J. P. Sólmundsson
viö söfnuöinum og var hér árlangt, fram aö þeim tíma aö sá, er
þetta skrifar, settist hér aö.
Eins og sjá má á þessu stutta yfirliti hefir félagsskapur þessi
haft viö nóga erviöleika aö stríöa, og eru þó fæstir þeirra taldir
hér. En til þessa dags hefir hann lifað, og hér eftir mun hann
lifa. Hann hefir og átt marga góöa styrktarmenn, er oflangt
yröi hér upp aö telja. Nokkrir þeirra, er aöallega báru þessi
mál á herðum sér yfir öll byrjunar árin— langerviðasta tímabil-
ið—, eru nú dánir og burtfiuttir. Meðal þeirra látnu er íyrst og
síöast aö geta herra Eiríks Gíslasonar. Allt of lítið hefir verið
getiö starfsemi og hæfilegleika þess manns, og hafa þó margir
fundiö til skarös þess, er í var höggviö vina og trúmensku hóp-
inn við fráfall hans. Og aö þessu sinni látum vér bíöa aö minn-
ast hans nákvæmar —í þeirri von, aö á sínum tíma geti Heimir
flutt nákvæmari sögu yfir frjálstrúarhreyfinguna hér vestra. Aö
svo stöddu eru ekki nóg gögn fyrir hendi til þess.
Hin nýja kyrkja safnaöarins var bygð veturinn 1904—5.
Um haustiö 1904 var fyrst byrjað á verki viö hana og smíöinni
lokið síöastliðiö vor. Umsjón yfir smíöi íyrir safnaöarins hönd
og eftirlit meö aö öllum fyrirmælum væri fylgt,er uppdrátturinn
ákvaö, haföi Friðrik málari Sveinsson. Hann samdi og alla
uppdrætti aö húsinu. Herra Fr. Sveinsson er einn þeirra allra
fyrstu, er gengust fyrir því aö Unitarasöfnuöurinn myndaöist,
og frá þeim tíma hefir enginn látiö sér annara um hag þess fé-
lags en hann. En svo er hann áhugamaöur fyrir öllum félags-
málum. Hann er einn þeirra alt of fáu Islendinga, er ekki tor-
tryggja alla menn og öll samtök í félags átt.
Kyrkjan er bygö í grískum stfl, eins og myndin ber með
sér. Viö framstafn eru súlnaraöir aö framan, eins og á hinum
gömlu musterum til forna. Gluggarnir eru allir úr skrautgleri,
og voru þeir samansettir eftir sérstökum uppdrætti, er Friðrik
bjó til, og undir umsjón hans.
Kyrkjan rúmar um 300 manns, og undir henni er fundar-