Heimir - 01.10.1905, Síða 12

Heimir - 01.10.1905, Síða 12
236 H E I MI R og hann fékkst heldur ekki um a'ö gjöra sig því skiljanlegan.— Konan haföi aö eins komið tvisvar til bygða, og þaö í ööru skifti til þess, aö fá barni haldið undir skírn. Barn þetta var sonur þeirra, er nefndur var Þrándur. Þá er hann eltist ráöfærðu þau sig oftar um að þau yröi að taka sér vinnuhjálp, en með því að efnin leyfðu ekki að ráöa fulloröna manneskju, þá tóku þau sér „létting", eins og komist var að oröi, þau vistuðu fjórtán ára stúlku, sem var heima meö dreng- num, þegar foreldrar hans voru úti. Hún var ekki laus við aö vera heimsk, og brátt tók dreng- urinn eftir því, að það, sem móðir hans sagði viö hann, var auö- skilið, en það, sem Ragnhildur sagði, var torskilið. Við föður sinn talaði hann ekki til muna, og hann hálf óttaðist hann; því alt varð að vera svo hljótt, þegar hann var heima. Svo var það eitt jólakvöld,— tvö íjós loguðu á borðinu og faðir drengsins var að smá súpa á hvítri flösku. Hann tekur drenginn í fang sér, horfir hvast í augu honum og segir: ,,Hú, strákur!" Svo bætir hann við í mýkri róm: „Þú ert þá ekki svo mjög hræddur; þorirðu að hlusta á æfintýri?" Drengurinn svar- aði engu, en einblíndi á föður sinn. Þá sagði hann honum frá manninum frá Vogi, sem hét Blessommen. Hann var í Kaup- mannahöfn, þessi maður, til að leita konungsúrskurðar á máli, er hann var viðriðinn. En það tafðist unz komið var jóJakvöld. Blessomen þótti nú vandast um fyrir sér, og er liann reikaði um göturnar og óskaði sér heim, sá hann hvar karl einn fór á und- an sér í hvítri úlpu. „Þú ferð býsna geyst," sagði BJessommen. „Eg á langt heim í kveld," svaraði maðurinn. „Og Jivert skal halda?"— „Til Voga," svaraði maðurinn og hé)t áfram.— „Þaö var reglulega ágætt," sagöi Blessommen, „því þangað ætti eg einnig að halda."— „Þú getur þá staðið aftast á meiðunum hjá mér," svarar maðurinn og beygir af leiö inn á þverstíg, þar sem hesturinn hans stóð. Hann settist upp í og leit svo aftur til Blessommens, um leið og hann steig á meiðana. „Þú veröur að halda þér vel", segir hann. Blessommen gjörði það, en átti fullervitt með, því ekki var aJstaðar traust Jand undir fótum. — „Eg held þú akir á sjónum," sagöi Blessommen.— „Þaö gjöri

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.