Heimir - 01.10.1905, Síða 22
H E I M I R
246
og boöum, öllum þeim ótta og þrælsótta, sem þeim hefir verið
svarinn. Herópið er „sannleiki og friður". Og þegar því tak-
marki er náð, j
„Þá verður himininn heiður og skær,
því hann er þá kominn til valda,
sem engan vill neyða, sem öllum er kær, ♦
sem elskar hvert hjarta, sem lifandi slær
og þarf ekki á helvíti að halda."
og þá: „hver maður þorir að þekkja sinn skjöld,
og þarf ekki að krjúpa við gull eða völd."
og „Þá verða ekki smælingjum veðrin svo hörð
og vistin svo nöpur á fjöllum,
því skjól hefir fundið hin húslausa hjörð,
og hún er þá blíðari, móðir vor jörð,
og blessuð af börnunum öllum.
En að því takmarki hugsar hann sér að starfa.
„Og þó aö eg komist ei hálfa leið heim,
og hvað sem á veginum bíður,
þá lield eg nú samt á liinn hrjóstruga geim
og heilsa með fögnuði vagninum þeim,
sem eittlivað í áttina líður.
Eg trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni;
og þér vinn eg, konungur, það sem eg vinn,
og því stíg eg hiklaus og vonglaður inn
í frelsandi framtíðar nafni."
Þorsteinn á í ýmsu sammerkt við Englendinginn Iiuxley.
Þrátt íyrir hans miklu óbeit á kyrkjuríki og kúgunaranda er
hann enginn sérlegur biblíuóvinur. Hann kann að meta fegurð-
ina og skáldskapinn þar engu síður en annarstaðar, sé hann þar
að fyrirhitta, sem ljósast sést af því, að nokkrar sínar fegurstu
líkingar dregur hann þaðan. j
Þessu til sönnunar mætti benda á vísuorð eins og þessi:
„Við lifum það kannske ekki landið að sjá, jj
því langt er þar eftir af vegi;
en heill sé þeim kappa sem heilsa því má,
og hvíla sín augu við tindana þá,
þótt það verði á deyjanda degi."