Heimir - 01.10.1905, Side 18

Heimir - 01.10.1905, Side 18
242 H E I M I R þeir hver öörum líkir! Hann setti þá strax í samband við kyrk- juna,og varö því snortinn af ótta og lotningu jafnvel íyrirhverju smábarni. Nú verð eg að spila, hugsaði Þrándur og tók til ó- spiitra málanna. En hvað er þetta? Fiölan steinþagði. Þaö hlýtur að vera eitthvað að strengjunum. Hann skoðaði þá, en það var ekki. „Þá er þaö af því eg er ekki nógu þunghentur", og hann þrýsti boganum fastar að strengjunum, en það var setn fiðlan væri sprungin. Hann breytti um lög, reyndi annað í stað þess, er tákna átti kyrkjuna, en alt fór á einn veg, ekkert hljóð, að eins tómt ýlfur og vein. Hann fann kaldan svitann streyma niður andlitið á sér. Honum varð hugsaö til mannfjöldans, sem stóð þarna og ef til vill gjörði gys að honum, honum, sem gat þó spilað svo vel heima hjá sér.en hér náði ekki hljóði úr streng! „Guöi sé lof, að mamma er hér ekki til aö sjá hvílíka skömm eg gjöri inér," sagði hann lágt við sjálfan sig í því hann hvarf spilandi inn í rnannþröngina,— en hvað var þetta, hún var þá þarna í svarta kjólnum, og hún hörfaði altaf lengra og lengra til baka. Og í sama bili sá hann svarthærða manninn, er gaf hon- um fiðluna, sitja hæst uppi á stönginni. „Fáðu mér haria aftur", kallaöi hann, rétti fratn hendurnar og hló, en stöngin sveigðist upp og niður með hann, upp og niður. En drengurinn stakk fiðlunni undir hendina. „Þú færð hana ekki!" hrópaði hann, vatt sér við, tók á rás, út úr mannþrönginni, út millum húsanna, út yfir akur og eng, unz hann konrst ekki lengra og hneig niöur. Þar lá hann lengi á grúfu, og þegar hann loks snéri sér við, heyrði hann ekkert né sá rtema hinn takmarkalausa heiðhiminn drottins, sem hvelfdist yfir hann, og loítsins þagnarlausa þyt. Það fylti hann þvílíkri skelfingu, að hann mátti til með að velta sér aftur á grúfu. Þegar hann leit upp aftur, sá hann hvar fiðl- an lá ein síns liðs. „Þetta er alt saman þér að kenna!" hrópaöi drengurinn og þreif fiðluna á loft og ætlaði að mölva hana, eh stansaði og glápti á hana. „Marga ánægjulega stund höfum við átt saman," sagði hann við sjálfan sig og þagði. En litlu síöar sagði hann: „Strengina verö eg að eyðileggja, því þeir eru ónýt- ir." Og hann tók upp hníf og skar. „A!" sagöi kvintinn snögt og sárt. Hann skar. „A! sagði næsti strengurinn, en drengur-

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.