Heimir - 01.03.1906, Blaðsíða 6

Heimir - 01.03.1906, Blaðsíða 6
54 HEIMIR 1857 kvongaðist Ibsen eftirlifandi ekkju sinni Suscnnu Daae Thoresén. Sonur þeirra er Sigurður Ibsen innanríkis- ráðgjafi Noregs, og tengdasonur Björnstjerne Björnson. Með dánarfregn skáldsins fylgir þaö aö Noregur annist uin » útförina. Það eru undarleg örlög þjóðanna. Fyrir andlegu frelsi þjóöar sinnar og tnannskap og þrótt barðist hann fram á siT- * ustu stund. An 1 ita hans og vinar hans söguskáldsins góða hefði Noregur aldrei náð frelsi. Þjóðin svæii þar enn. En 11 ú er hún frjáls og nú ætlar hún í þessuin inánuði að vígja sér konung. En konungur hennar er látinn áður en hinn tekur \ið. Það er ef til vill vel. Andi skáldsins og mikilmennisins og stefnuskrá Hákonar konungs hefir aldrei orí ið samferða í sögunni, alt frá launvíginu í Reykholti 1241. Sofi skáldið rótt. Hann syrgir öll þjóöin. Og vér seni íslenzkt fólk, sem frjálstrúar fólk, vér ineguin syrgja hann líku. Uin leið og hann og Björnson hafa barist baráttu Noregs hafa þeir og einnig barist vorri baráttu. Straumarnir að austan til landsins vors helga hafa verið y'heitir c g l.ollir. I stefnu þeini sem þar hefir risiö hefir og vor stefna styrkst og náð andlegum þrótt og lífi. Það eru ekki tök að minnast hér á ritverk Ibsens svo í lagi sé, og sleppum vér því þess vegna. En minnast mætti á nöfn þeirra helztu, og eru þau þá: Brandur, Peer Gynt. Kær- lighedens Komedie, Kongsemnerne, Samfundets Stöttc r, Gengangere, Et Dukkehjem, De Unges Forbund, En F.olke- fiende, Kejser og Galilæer, Lille Eyolf, Naar \ i Död« Waag- ner o. s. v. Æskilegt væri, að rit þessi gæti komist á bærilega íslenzku 0 áður en mörg ár líða, svipað eins og þýðing séra Mattíasar á „Brandi". Mættum vér gefa bending hversu það mætti tak- ast? Segjutn að alþingi legöi til þess svolítinn styrk á ári hverju, en hvíldi nú heldur Biblíuþýðinguna um stund.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.