Heimir - 01.03.1906, Blaðsíða 10

Heimir - 01.03.1906, Blaðsíða 10
58 H E I M I R Þeir sameinuöust þar í svörtuin bletti, sem ókst áfram eft- ir götunni. Og fanst mér, er eg virti þá fyrir mér, að eitthvaö myndaðist þ.rnnig í huga mínuin, eins svart og samtengt eins og þeir, og eins og þá sá eg það framundan mér. Samferða- maður minn hafði veriö hljóður um hríð, svo hóf hann raust óhikað og með myndugleik, eins og sí sem fult vald hefir yfir hugsun og máli. „Ekkert í lífinu er sérkennilegia né eftirtektaverðara en orsakirnar til mannanna breytni. Er ekki svo?" Eg samsinti. „Þú felst á þá skoðun. Sv.o skulum við þá tala bert og skorinoit. Töpum ekki tækifærinu, en tölum eins og okkur býr í brjcsti, því þú ert enn svo ungur". Undarlegur er hann, hugsaði eg og fór að verða forvitinn, svo eg spurði: „Hvað eiginlega áttu við?--Svona í svip.—Um hvað eigum við að tala?" „Því ekki um það sem (yrst verður hendi næst?" svaraði hann strax og einbl'ndi framan í mig, og tók svo til orða svo alúðlega eins og væri hann aldavinur minn: „Tölum um til- gang bókmentanna". „Eins og þér sýnist", sagði eg.— Þó það sé nú orðið nokk- uð framoröið að inér virðist". „Hvað? Það er ekki í ótíma fyrir þig". Mér þótti þetta svar nokkuð kynlegt. Þessi orð voru sögð í slíkri alvöru og fullvissu að þau hljómuðu eins og goðspá. Eg stansaði og var búinn að hugsa mér spurningu, er eg ætlaði að leggja fyrir hann, en þá tók hann mig við hönd sér ofur lipurlega, en þó ákveðinn, og sagði: „Stansaðu ekki, því með mér ert þú á réttri leið". „Nógur formáli! Segðu mér hver er tilgangur bókrnent- p anna? Þar er þitt verksvið og því átt þú þetta að vita". Undrandi varð eg nú enn ineira en áður af nærgengni þessa ínanns. Hvers æskti hann? Hver var hann? 1 „Heyrðu", sagði eg. „Lofaðu mér því, að það sem okk- ur fer hér á milli"......— „Hafa eitthvað sér til réttlætingar, trú þú inér. Það skeð-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.