Heimir - 01.03.1906, Blaðsíða 21
H EI M I R
69
‘o'< lét konungr hann til höggs leiða, ok var vöndr snúinn í
ih'ir honum ok hált á maSr. Settisk Jökull niðr á bakka nökk-
<urn, þá réð maðr til at höggva hann, en er heyrði hvininn,
réttisk hann upp ok kom höggit í höfuð homun, ok vat'ð mikit
•sár; sá konungr at þat var banasár; bað konungr þá hætta
við hann. Jökull sat upp ok orti þá vísu:
Svíða sár af mæði
setit hefk oft við betra
und es á oss sús sprændi
ótrauð legi rauðum;
bvss mér blóð úr þessi
ben; tek við þrek venjask;
verpr hjálmgöfugr hilmir
heiðsær á mik reiði.
Síðan dó Jökull."
Kristinn að nafni til hefir Jökull Bárðarson hlotið að vera;
en hvergi kemur það fram í þessari vísu, sem er eins og stilli-
legt andvarp hins helsæröa manns um leið og hann lítur yfií
liðna æfi.
Þegar að því er gætt, hvernig kristnin komst á hér á landi,
er heldur ekki við því að búast, að kristnar hugmyndir séu
orðnar algengar skömmu eftir árið 1000.
Það voru pólitiskar ástæður, eða með öðrum orðum frekja
sumra til fjár og valda, en fastheldni annara við þessi sömu
gæði, sem réð mestu um kristnitökuna á Islandi Lfkt var um
siöabótina síðar, þar er það ásælni konungsvaldsins, sem mestu
ræður uin siðaskiftin. En hvorttveggi voru siðaskiftin frá þjóð-
legu sjónarmiði hið mesta ólán fyrir íslánd.1
Dr. Björn Olsen hefir af niiklurn skarpleik sýnt fram á,
hvernig kristnitakan inuni hafa órðið niðurstaðan af flokkaskift-
unum skömmu fyrir 1000; hinir „nýju höfðingjar" styðja kristn-
ina ekki sízt til þess að efla sig til valda, en gömlu goðarnir,
1) l’.ifl er aá nokkru leyti fríi því sjónarmiði, sem Þorsteinn Erlingsson kveð-
ur svo snjalt um kristnitökuna (í kvœðinu „Orlög guðaHna“). En að siðii-
bótin viir fyrst og fremst stjórnarbylting og sú ekki til hins betra, hefir
Jón Jónsson sagnfr. mjög vel tekið fram í bók sinni „íslenzlrt tjóðerni".