Heimir - 01.01.1909, Blaðsíða 14

Heimir - 01.01.1909, Blaðsíða 14
H E I M I R 158 algjörlega meö höndum, ;'\n allrar tilhlutunar frá aBalfélaginu. Koinst þetta til tals aftur á dögunum, er Rev. C. W. Casson frá Boston var hér í bæ, einn af stjórnairáöi alsherjar- félagsins, og féllst hann á aö krafan væri ekki csanngjörn, meö því að embættismenn kyrkjufélags vois vissi aö sjálfsögöu bet- ur um sína hagi og hvers viö þyrfti en menn anstur á strönd. Nú er svo aö sjá aö þetta sé aö færast nokkuö í áttina, eða aö íslenzka hreyfingin sé að ná tiltrú og tilliti hjá allsherjarfé- laginu, því á síöasta fundi yfirkyrkjuráösins er forseti kyrkju- félags vors, Hr. S. B. Brynjólfsson, kjörinn í nefnd þá er köll- uö er „Committee on New Arnericans". Starfsviö þeirrar nefndar er aö ráöa fyrir meö útbreiðslumál og trúboösstarfsemi meöal útlendinga í Canada og Bandaríkjum, og heyrir íslenzka trúboöiö undir þessa nefnd. Þetta er í fyrsta skifti aö Islendingur hefir verið skipaður í íramkvæmdarnefnd allsherjaríélagsir.s og, eins og \el á viö. veriö fengiö eftirlit sem ráöanautur félagsins, meö frjálstrúar- málum vorum Islendinga hér í ál’fq, A síðasta fundi „Menningarfélagsins", er haldinn \ar þann 27. Jan., var stjórnarnefnd félagsins kosin fyrir næstkomardi árshehning og hlutu þessir kosningu: Forseti, Stef Thorson; Varafors., P. M. Clemens; Ritari-Féliiröir, Fr. Swansson; Meöráöendur, H. Pétursson og E. {. Árnason. Ungfrú Steinunn Stefánsson, skólakennaii frá Gimli flutti fyrirlestur á þessum fundi, um skoöanasteínu þá, sem kölluö er „New Thought". Skýröi hún mál sitt á þá leiö, aö margvíslegar skoðanir flokkuöu sig undir þetta nafn, þó sumar væri alls ekki nýjar heldur nokkurra þúsunda ára gamlar. En stefna sú, er í meginkenningunni feldist, væri að koma tnönnum til aö hugsa sjálftsætt, þá að hugsa rétt, láta hinar fegurri- ná yfirhönd yfir þeiin óveglegri og þá næst aö láta þær hugsanir stjórna lífi sínu og breytni. „Eftir því sem maöurinn hugsar svo er hann." Kemur þaö nokkuð heima viö {>aö sem eitt sinn var sagt á öðr- um staö: „Góöur maður framber gott úr góöutn sjóði hjarta síns."— Fundurinn var vel sóttur

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.