Heimir - 01.05.1914, Blaðsíða 1
IX ÁlíGANGUR
WlNNIPEG, 1914
12 Buað
Vagga mannkynsins.
Eitt af ]>ví sem menn hefir lengi fýst aö vita er, hvar bústaður
fyrstu manna liafi veriö og hversu liár aldur mannkynsins sé. Ó-
teljandi rannsóknir hafa verið gerðar í því skyni að komast að þessu
síðan vísindamenn hættu að leggja trúnað á sköpunarsöguna i
fyrstu bók Móse; en þrátt fyrir það er fjölda margt því viðvíkjandi,
sem ennþá er engin vissa fengin fyrir og fæst, ef til vill, aldrei. Og
það er náttúrlegt að margt sé í mjög mikilli óvissu í því efni, þar
sem fara veröur svo langt aftur í tímann aö elztu rit, sem heimurinn
á, koma aö engu lialdi, svo langt, aö jörðin hafði einu sinni ekki sama
útlit þá og hún liefir nú. Einu sannanagögnin, sem unt er að fá, eru
ieifar af bústöðum og áhöldum, sem finnast í jörðinni, ásamt fáeinum
Steinrunnum beinum. En ])essi sannanagögn eru mjög ábyggileg
þó aö þau skýri ekki frá mörgu; miklu ábyggilegri en margt, sem
lrefir veriö fært í ietur bæði fyr og síöar; og með lijáip þeirra liafa
menn komist að ýmsum mjög sennilegum niðurstöðum.
Sumir vísindamenn liafa lialdið fram, að ólíkir mannflokkar,
svo sem hvíti og svarti flokkurinn, gæti ekki átt sameiginlegan upp-
runa. Skoðun sinni til stuðnings hafa þeir bent á mismun á líkams-
byggingu, höfuðiaginu sérstaklega, og þó allra helzt á mismun
tungumálanna, sem þeir fullyrða, að ekki geti öli verið af sömu rót