Heimir - 01.05.1914, Page 3

Heimir - 01.05.1914, Page 3
H E 1 M I R . 255 hann er kallaður) liefir líkst nútíðarmanni að líkamsvexti, en staðið honum miklu neðar andlega. Um aldur beinanna veit enginn neitt með vissu; menn vita aðeins að þau eru frá því scint á pliocene-tíma- bilinu; en svo er eitt timabilið í myndunarsögu jarðarinnar nefnt. Næsta tímabil á eftir, pleistocene, nær yfir frá 200,000 til 300,000 ár, og gefur það nokkra hugmynd um aldur beinanna. Á pliocene-tima- bilinu fór loftslag kólnandi á norðurhveli jarðarinnar, ]>ar til ís- öldin gekk yfir, sem hefir skilið eftir svo mörg merki í myndun fjalla og dala. Áð'ur var loftslag á íslandi, sein ]>á var áfast við megin- land Evrópu og Grænland, eins heitt og í Miðjarðarhafslöndunum nú. Engar leyfar af mánnabeinum hafa fundist eldri en ]>essir steingerfingar frá Java. Hvort nokkrir tinnusteinar, sem bera ]>css ótvíræð merki, að liafa verið lagaðir til af mannahöndum, hafa fundist í jarðlögum frá eldra tímabili er óvíst. En livað sem þv( líður, liallast flestir vísindamenn nú að þeirra skoðun, að þetta svæði megi með allmikilli vissu teljast vagga mannkynsins. En hvernig útbreiddist ]>á manhkynið um jörðina frá þessum upp- runalega bústað sínum.? Yfirborð jarðarinnar var ]>á nokkuð öðruvísi en ]>að cr nú. Asía og Afríka voru áfastar þar sem nú er Indlandsliaf, og Ástralía var tengd við Asíu, þar sem Torressundið er nú. Einnig voru Evrópa og Afríka áfastar á þreinur stöðum yfir Miðjarðarliafið; England var ekki orðið aðskila við meginland Evrópu; og landbrú lá þaðan norður tii Færeyja og Islands, og þaðan aftur vestur til Grænlands og Ameríku. Aftur voru Asfa og Ameríka tengdar saman þar sem nú er Behrings sundið. Mannflutningar gátu því átt sér stað um alla jörðina, ]>ó að skip væru eigi bygð. Er talið áreiðan- legt að mannflutningar l>essir hafi átt sér stað; því aðeins á þanu hátt er unt að útskýra, hvernig mannkyn, sem átti sameiginlegan uppruna gat komist um allan lieiin löngu áður en nokkrir mögu- leikar til að komast yfir liöf voru fyrir hendi. Mjög víða hafa vopn og áhöld úr tinnusteini fundist í jörðu. Eru ]>au merkllega lík aö iögun, ]>ó að afarlangt sé milli staða þeirra, er þau liafa fundist á. Tímabii það er þali voru notuð er nefnt steinöld, og er lienni skift í tvo liluta: cldri og nýrri steinöld. Nýrrl steinöldin er talin frá 50,000 til 100,000 ár. Steinöldin nær yfir pleisto-

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.