Heimir - 01.05.1914, Page 6
H E I M í R .
—Stuggur og ljós])rá í hjörtunum blandast —
Og Jiögnin er gcigvæn, ]rað lieyrist ei hljóð—
alt er hljótt sem í kyrkjugarði.
Nóttin féll yfir fyr en varði
og festi hvei-n einstakling, l>ar sem hann stóð.
Úr gráleitu bólstrunum gægjast svo skýrt
og gretta sig húmvofur, þokuhjiik skýldar.
Svo fólkið, af kyrkjunnar kenningum sýrt,
sig krossar og liænir—og legst til hvíldar.
En lund mín er óró, mig ásækir mara
og augu mín ieitandi í nóttina stara.
En hún er af óskanna uppfylling snauð,
og á hvorki blæ né lireyfing,
sem sett geti á bokuna og þröngsýnið dreifing.—
Mig þyrstir í ijósið, því nóttin er dauð.
Harmarnir þyngjast er dagsijósið dvín,
svo draumarnir verða að bitrustu raunum,
og nóttin með kuldann og kynjavöld sín
kviða og áhyggjur veitir að launum.
Við skímuna raunirnar skiftast og eyðast,
skuggarnir þynnast og flókarnir greiðast.
Það birtir!—Sko, þarna er í þokuna rof
og þar skín frá himninum blikandi stjarna,
sem ljósir sitt scndir til landsins barna,
á ieiðina bendir. ó drottni sé lof!
—Það cr sem að lifni mín löngun á ný
til iífsins, og ást til iiins bjarta eg geymi,
svo upp móti ljósinu ásýnd eg sný
og ógnum og skuggasvip rökkursins gleymi.
Himneski styrkgjafi, stjarnan mín bjarta,
sterkasta ljósið míns deyjandi hjarta.
Rað cr sein að dafni mín deyjandi von
við demants geislana ])ína,
scm mér gegnum húmið o'g harmana skína.
Þú lieillar mig veikan jarðarson.
Við þig binzt hver hugsun og hugronning mín