Heimir - 01.05.1914, Blaðsíða 14

Heimir - 01.05.1914, Blaðsíða 14
266 H E I MI R . Menn liafa ávalt steika tilhneigingu til a6 giöra alt á sem einfaldastan liátt, og sú tilhneiging kemur í ljós í málinu sem f öðru. Latmæli og styttingar af öllu tagi eru liesskonar tilraunir. Upptaka útlendra orða og breyting þeirra til að gjöra jiau sem þægilegust í framburði er sprottin af því sama. Þetta á ekki aðeins við iijá þcim sem læra nýtt mál og eru nauðbeygðir til að taka orð úr því inn í móðurmál sitt vegna fátæktar móðurmálsins, það á alstað- ar við. Af sömu ástæðu er það, að nýyrði, sem eru óþjál, erfið og láta ekki vel í eyrum festast trauðla í málinu, þar sem, aftur á móti þau sem láta vel í eyrum og eru þægileg verða fljótt í allra munni. En þó að jtessi tilhneiging sé cðlileg, stafar af lienni stórhætta fyrir íslenzkuna hér vestan liafs. Ef cngar skorður eru við því reistar lilýtur íslenzkan hjá oss Vestur-fslendingum að verða að afskræmilegum blendingi, sem í raun og veru er ekkert mál. Nátt- úrlega höfum vér ávalt aðgang að ritmálinu, bæði hinu forna og hinu nýrra í íslenzkum bókum, og af því mætti draga þá ályktun, að það sem kunni að verða ritað liér á íslenzku máli verði ekki ritað á neinu slíku hrognamáli, sem talað er, ]iví að það verði gjört af þeim einum, sem kunni rétt íslenzkt mál. En sannleikurinn er samt sá, að ef talaða málið spillist stórum, þá er mjög hætt við að ritaða málið iialdist ckki hreint til lengdar: cr nú þcgar farið a'ö bera á því í mörgu, sem birtist í íslenzku vikublöðunum. Fyrir alla þá sem vilja viðhalda íslenzkúnni liér vestan liafs er því brýnasta nauðsyn, að gjöra ait sem unt er til að iialda lienni hreinni, og reyna að uppræta hrognamálið og kenna öllum sem íslenzkt mál taia að tala það sem hreinast og blanda enskum orðum og sérstaklega enskum orðatiltækjum í íslenzkum búningi sem minst inn í það. Þetta er erfitt verk en ógerningur er það ekki. Það er sérstak- lega tvent, sem þarf til ]>ess: fyrst, að íslenzk börn læri málið af foreldrum sínum, og í öðru iagi, að íslenzkt námsfólk eigi kost á verulegri mentun í íslenzku máli. og bókmentum. Að börn sem af íslenzkum foreldrum eru fædd læri málið sem móðurmál, er vissulega enginn ógerningur. Til ]>ess þarf ekki annað en dálitla alúð og ástundunarsemi foreldranna. Sú viðbára að börnin læri enskuna alstaðar utan lieimilisins og geti ])essvegna ekki lært íslenzku er ekki gild. Vitaskuld læra börnin fljótt cnsku, og eiga að gjöra það. Það væri mesta heimska að reyna að aftra

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.