Kirkjuritið - 01.10.1937, Side 11

Kirkjuritið - 01.10.1937, Side 11
Kirkjuritið. Orði'ð. 305 Mættir þú eimiig, kæri bróðir, eiga svipaðan vilnisljurð í vændum, að enduðu skeiðhlaupi þínu. Mætti vor himneski faðir fyrir anda sinn gefa Kristslífinu í þér nýjan vqxt með sívaxandi starfsþreki og starfsgleði, og þú við það verða æ fullkomnara verkfæri í liendi safnaðarins lierra söfnuðum þínum til örvunar lil Guði helgaðrar framtakssemi i sálu- hjálparefnum þeirra og samvizkusemi í köllunarverki þeirra! Mættir þú sjálfur, við sífelt innilegra samlíf við drottin þinn og herra, færast með degi hverjum nær þvi takmarki að geta i sannleika játað með postuhmum: „Sjálfur lifi ég ekki framar, lieldur lifir Ivristur í mér. En það sem ég þó enn lifi í liolcli, það lifi ég á trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sig sjálfan í söi- urnar fyrir mig“! Til þessa gefi Guð þér og oss öllum orðsins þjónum kraft heilags anda fvrir drottin vorn Jesúm Krist. Amen. ORÐIÐ. Ljósið mikla mændi — á mvrkrið svart. „Uangað legs ég leið“, sagði ljósið bjart. Friður horfði á heiminn, þar háð var stríð. „Til heimsins“, sa>tði’ hann, „held ég — að hugga Iýð“. Og Elskan horfði á heiminn, þar hatrið brann. „Ég fer, ég fer“, hún sagði, „að frelsa hann“. Og Ljósið kom og lýsti, og Friður samdi frið; en Elskan, lífsins æðsta hnoss, og „Orðið“ varð þá „hold á jörð og bjó með oss“. (Eftir enskri fyrirniyncl). Pétur Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.