Kirkjuritið - 01.10.1937, Side 4
Kirkjuritið.
BISKUPSVlGSLA AÐ HÓLUM.
Sunnudaginn 29. ágúst, að loknum aðalfundi Presta-
lélagsins, var séra Friðrik J. Rafnar vígður til vígslu-
biskups fyrir Hólabiskupsdæmi í dómkirkjunni að Hól-
um.
Nóttina fyrir hafði fjöldi aðkomumanna gist að Hól-
um, og um morguninn snemma tók kirkjufólk að safn-
ast að. Var gizkað á, að um hádegi væri alls á staðnum
um 800 manns. Veður var hið bezta, fegurð og tign Hóla
og Hjaltadals nutu sín vel í glaða sólskini.
Stundu eftir hádegi var gengið í skrúðgöngu úr skóla-
húsinu í kirkjuna. Fremstir fóru tveir hinna yngri presta
svo sem biskupsþjónar, þá biskup landsins og vígsluþegi,
báðir í fullum biskupsskrúða, því næst tveir prestar, er
þjóna skyldu fyrir altari, séra Ólafur Magnússon og séra
Friðrik A. Friðriksson í fullum prestsskrúða, þá fjórir
vígsluvottar, séra Björn Stefánsson, séra Guðbrandur
Björnsson, séra Stefán Kristinsson og séra Óskar Þor-
láksson, síðan gengu aðrir prestar hempuklæddir, tveir
og tveir saman. AIls voru í þessum flokki um 30 kenní-
menn. Á meðan var samhringt dómkirkjuklukkunum,
voldugum og hljómfögrum.
Guðsþjónustan hófst með því, að séra Sigurður Stef-
ánsson flutti bæn í kórdyrum. Þá tók við sálmasöngur.
Söng flokkur karla og kvenna frá Hofsósi, en Páll Er-
lendsson bóndi á Þrastarhóli stýrði söngnum. Þá er tveir
sálmar höfðu verið sungnir og tónuð vígslukollekta, steig
séra Óskar Þorláksson í stólinn og lýsti vígslu. Hafði hann
fyrir texta orðin í Fil. 2, 5: „Verið með sama hugarfari